Onana orðaður við Sádí-Arabíu - Wharton til Liverpool - Barcelona búið að finna eftirmann Lewandowski
   sun 27. apríl 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dagur Dan kom við sögu í flottum sigri - Brenna í úrslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Dan Þórhallsson fékk að spila síðustu mínúturnar í 3-0 sigri Orlando City gegn Atlanta United í MLS deildinni í nótt.

Luis Muriel skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu áður en Marco Pasalic, fyrrum leikmaður Dortmund, lagði upp og skoraði til að innsigla sigurinn.

Miguel Almiron og Aleksey Miranchuk voru í byrjunarliðinu í tapliði Atlanta. Almiron lék síðast með Newcastle í enska boltanum og Miranchuk með Atalanta á Ítalíu.

Orlando er með 16 stig eftir 10 umferðir og situr Atlanta eftir með 9 stig.

Þá fóru leikir fram hjá Íslendingaliðum í kvennaboltanum í gær þar sem Iris Omarsdottir lék allan leikinn í fremstu víglínu hjá Stabæk sem gerði 1-1 jafntefli við Lilleström í norska boltanum. Liðin eru jöfn í 4. sæti, með tíu stig eftir sex fyrstu umferðir deildartímabilsins.

Selma Sól Magnúsdóttir var þá ekki með í jafntefli hjá Rosenborg gegn Roa en hún hefur ekkert verið með á nýju tímabili. Rosenborg er í öðru sæti með 13 stig eftir 6 umferðir, fimm stigum á eftir toppliði Brann sem er með fullt hús stiga.

Í Belgíu var Lára Kristín Pedersen ekki í hóp hjá Club Brugge, eða Club YLA, sem sigraði á útivelli gegn Standard Liege. YLA er í fjórða sæti deildarinnar sem stendur, átta stigum frá Evrópusæti þegar fjórar umferðir eru eftir.

Brenna Lovera kom inn af bekknum í þægilegum sigri Glasgow City í undanúrslitaleik skoska bikarsins. Brenna og stöllur mæta annað hvort Rangers eða Aberdeen í úrslitaleiknum.

Í sænska boltanum var Fanney Inga Birkisdóttir á bekknum hjá Häcken sem vann þægilegan sigur á útivelli gegn Norrköping. Fanney Inga er varamarkvörður Häcken sem er búið að sigra þrjá leiki í röð og er með níu stig eftir fimm umferðir - einu stigi meira en Norrköping. Sigdís Eva Bárðardóttir er á mála hjá Norrköping en hefur ekki komið við sögu á tímabilinu.

Að lokum var Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ónotaður varamaður í 3-2 tapi Tampa Bay Sun gegn Spokane Zephyr í USL deildinni í Bandaríkjunum. Tampa Bay er í þriðja sæti eftir tapið, aðeins tveimur stigum fyrir ofan næstu þrjú lið.

Hart er barist um þriðja og fjórða sætið, þar sem fjögur félög keppast um þau þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir.

Orlando City 3 - 0 Atlanta United

Lillestrom 1 - 1 Stabæk

Roa 1 - 1 Rosenborg

St. Liege 1 - 2 YLA

Glasgow 4 - 0 Motherwell

Norrkoping 0 - 4 Hacken

Spokane Zephyr 3 - 2 Tampa Bay Sun

Athugasemdir
banner