Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   sun 27. apríl 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ramsay og Rohl efstir á óskalista Southampton
Martin var rekinn um miðjan desember.
Martin var rekinn um miðjan desember.
Mynd: EPA
Southampton vann tvo leiki af sextán undir stjórn Juric og gerði eitt jafntefli.
Southampton vann tvo leiki af sextán undir stjórn Juric og gerði eitt jafntefli.
Mynd: EPA
Southampton er í leit að nýjum stjóra fyrir næstu leiktíð í Championship deildinni eftir arfaslakt tímabil í ensku úrvalsdeildinni.

Southampton féll úr úrvalsdeildinni fyrir nokkrum umferðum en liðið er aðeins með 11 stig eftir 34 umferðir.

Sky Sports greinir frá því að Eric Ramsay, fyrrum aðstoðarþjálfari hjá Chelsea og Manchester United, sé á óskalista Southampton yfir mögulega arftaka Ivan Juric.

Ramsay hefur verið að gera flotta hluti við stjórnvölinn hjá Minnesota United í MLS deildinni í Bandaríkjunum, en hjá Man Utd starfaði hann undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, Ralph Rangnick og Erik ten Hag og hjá Chelsea var hann partur af þjálfarateymi varaliðsins.

Markmið Southampton fyrir næstu leiktíð er að fara beint aftur upp í úrvalsdeildina og er afar mikilvægt fyrir stjórnina að velja réttan mann í þjálfarastarfið.

Johannes Spors, nýlega ráðinn tæknilegur ráðgjafi félagsins, mun hafa mikið vægi þegar kemur að því að velja nýjan stjóra.

Danny Rohl, þjálfari Sheffield Wednesday, er einnig talinn vera ofarlega á óskalista stjórnenda Southampton. Fleiri félög í Championship hafa áhuga á honum.

Russell Martin byrjaði tímabilið með Southampton og tók Ivan Juric svo við, en hvorugum þeirra tókst að gera góða hluti með liðið í deild þeirra bestu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
5 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
6 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir