Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 27. maí 2024 11:59
Elvar Geir Magnússon
Albert ein óvæntasta stjarnan á Ítalíu
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson er í öðru sæti á lista Lorenzo Bettoni hjá Football Italia yfir óvæntustu stjörnur ítölsku A-deildarinnar á þessu tímabili.

Albert skoraði ellefu mörk í 36 leikjum í ítölsku B-deildinni á síðasta tímabili en skoraði fjórtán mörk í 35 leikjum í A-deildinni á þessu tímabili.

„Aðeins Lautaro Martínez, Dusan Vlahovic, Victor Osimhen og Olivier Giroud skoruðuy meira á þessu tímabili. Það sem gerir þetta enn áhugaverðara er að Albert þurfti aðeins 23 skot á rammann til að ná 14 mörkum," segir Bettoni.

„Þetta framúrskarandi tímabil hans vakti áhuga nokkurra af stærstu félögum Evrópu. Það virðist þó líklegast að hann verði áfram í ítölsku A-deildinni. Stuðningsmenn Inter, Juventus og Napoli gera sér vonir um að fá hann."

Varnarmaðurinn Riccardo Calafiori hjá Bologna var á toppi listans yfir óvæntustu stjörnurnar og belgíski sóknarmiðjumaðurinn Charles De Ketelaere hjá Atalanta í þriðja sæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 17 13 1 3 42 19 +23 40
2 Napoli 17 12 2 3 26 12 +14 38
3 Inter 16 11 4 1 42 15 +27 37
4 Lazio 17 11 1 5 32 24 +8 34
5 Fiorentina 16 9 4 3 29 13 +16 31
6 Juventus 17 7 10 0 28 13 +15 31
7 Bologna 16 7 7 2 23 18 +5 28
8 Milan 16 7 5 4 25 16 +9 26
9 Udinese 17 7 2 8 21 26 -5 23
10 Roma 17 5 4 8 23 23 0 19
11 Empoli 17 4 7 6 16 19 -3 19
12 Torino 17 5 4 8 17 22 -5 19
13 Genoa 17 3 7 7 14 26 -12 16
14 Lecce 17 4 4 9 11 29 -18 16
15 Parma 17 3 6 8 23 33 -10 15
16 Como 17 3 6 8 18 30 -12 15
17 Verona 17 5 0 12 21 40 -19 15
18 Cagliari 17 3 5 9 16 28 -12 14
19 Venezia 17 3 4 10 17 30 -13 13
20 Monza 17 1 7 9 15 23 -8 10
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner