Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mán 27. maí 2024 21:15
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Verðskuldaður fyrsti sigur Fylkis
Fylkismenn eru komnir með fyrsta sigur sinn í sumar
Fylkismenn eru komnir með fyrsta sigur sinn í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 3 - 1 HK
1-0 Nikulás Val Gunnarsson ('13 )
2-0 Þórður Gunnar Hafþórsson ('20 )
3-0 Matthias Præst Nielsen ('63 )
3-1 Birkir Valur Jónsson ('70 )
Lestu um leikinn

Fylkir vann sinn fyrsta leik í Bestu deild karla á þessu tímabili er það lagði HK að velli, 3-1, á Würth-vellinum í kvöld.

Fram að leiknum hafði tímabilið verið heldur þungt hjá Fylki. Liðið hafði tapað sex leikjum og gert eitt jafntefli og var eina liðið sem hafði ekki unnið deildarleik.

Frá fyrstu mínútu sást hvað Fylkismenn vildu þetta mikið. Ákefðin var mikil og leið ekki á löngu þar til fyrsta markiö kom. Heimamenn fengu hornspyrnu sem Arnór Breki Ásþórsson kom á nær og þar var Nikulás Val Gunnarsson mættur til að skila boltanum yfir línuna. Einfalt og gott.

Kraftur heimamanna hélt áfram næstu mínútur. Þórður Gunnar Hafþórsson tvöfaldaði forystuna. Hann hafði ítrekað verið að hóta marki og kom það fyrir rest.

Matthias Præst átti lúxussendingu inn á Þórð sem skilaði boltanum með þéttingsföstu skoti í fjærhornið.

Arnór Breki átti næst þrumuskot í stöng. Fylkismörkin hefðu getað verið fleiri í fyrri hálfleik en botnliðið sætti sig við tveggja marka forystu í hálfleik.

HK-ingar voru ekki að gera sig líklega til að koma til baka snemma í þeim síðari á meðan heimamenn voru ekki hættir. Præst skoraði þriðja markið.

Ómar Björn Stefánsson fékk langan bolta fram. Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, kom langt út á móti. Ómar náði að halda boltanum hægra megin áður en hann setti hann fyrir á Præst sem afgreiddi boltann í netið.

Það kom smá líf í HK-inga á síðustu tuttugu mínútunum. Birkir Valur Jónsson minnkaði muninn eftir hornspyrnu frá Brynjari Snæ Pálssyni.

Leikurinn sveiflaðist svolítið á milli eftir það. Bæði lið fengu færi í lokin. Guðmundur Tyrfingsson átti skalla framhjá eftir hornspyrnu og þá gat Karl Ágúst Karlsson hleypti spennu inn í leikinn en Ólafur Kristófer Helgason sá við honum í marki Fylkis.

Lokatölur í Árbæ, 3-1, Fylki í vil. Árbæingar ná í sinn fyrsta sigur en eru áfram í neðsta sæti með 4 stig. HK er á meðan í 9. sæti með 7 stig.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 10 8 1 1 25 - 10 +15 25
2.    Breiðablik 10 7 1 2 24 - 12 +12 22
3.    Valur 10 6 3 1 23 - 12 +11 21
4.    FH 9 4 2 3 16 - 16 0 14
5.    ÍA 9 4 1 4 18 - 13 +5 13
6.    Fram 9 3 4 2 12 - 12 0 13
7.    Stjarnan 10 4 1 5 17 - 18 -1 13
8.    KR 9 3 2 4 18 - 19 -1 11
9.    Vestri 9 3 1 5 11 - 20 -9 10
10.    HK 9 2 1 6 8 - 17 -9 7
11.    KA 9 1 2 6 13 - 23 -10 5
12.    Fylkir 9 1 1 7 12 - 25 -13 4
Athugasemdir
banner
banner