Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 27. maí 2024 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Freysi: Myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Getty Images
Vincent Tan.
Vincent Tan.
Mynd: Getty Images
Kortrijk, belgíska félagið þar sem Freyr Alexandersson er aðalþjálfari, er í eigu sömu eigenda og eiga velska félagið Cardiff. Hinn skrautlegi Vincent Tan er eigandi félaganna. Hann reyndi að selja belgíska félagið í fyrra en það gekk ekki.

Freysi var til viðtals í dag eftir að hafa náð öðru kraftaverkinu í röð. Í fyrra tókst honum að halda Lyngby uppi í dönsku úrvalsdeildinni og var í upphafi árs ráðinn til Kortrijk og náði að halda liðinu uppi. Það afrek er jafnvel enn magnaðara því liðið var í gjörsamlega hörmulegri stöðu þegar Freysi tók við.

„Vincent Tan og Ken Choo sjá um bæði félögin. Það er ekkert leyndarmál, og þegar ég talaði við Kortrijk á sínum tíma þá átti ég líka samtal við þá sem stjórna Cardiff um að ég ætla mér að þjálfa á Englandi. Ég ætla vera stjóri í Championship eða Premier League. Það eru stórir draumar og ég geri mér grein fyrir því. Það væri frábært ef að það væri Cardiff, ég myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff á einhverjum tímapunkti," sagði Freysi við Fótbolta.net í dag.

Erol Bulut er stjóri Cardiff í dag, hann samdi til eins árs þegar hann tók við í fyrra. Hann hefur verið í viðræðum við Cardiff og voru menn bjartsýnir um framlengingu á samningnum um síðustu mánaðarmót en lítið hefur heyrst síðan.

Cardiff endaði í 12. sæti Championship deildarinnar á nýliðnu tímabili.
Athugasemdir
banner