Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mán 27. maí 2024 23:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Ekki tilviljun þegar þú getur gert þetta tvisvar sinnum"
Tvö kraftaverk á tveimur árum.
Tvö kraftaverk á tveimur árum.
Mynd: Kortrijk
'Ég hef enga rosalega góða skýringu á því af hverju'
'Ég hef enga rosalega góða skýringu á því af hverju'
Mynd: Kortrijk
'Hann er frábær í því að fá það besta út úr mér'
'Hann er frábær í því að fá það besta út úr mér'
Mynd: Kortrijk
Vann með Lars og Heimi þegar þeir voru með karlalandsliðið. 'Ég hef alltaf verið forvitinn'
Vann með Lars og Heimi þegar þeir voru með karlalandsliðið. 'Ég hef alltaf verið forvitinn'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ambrose kom inn í gær og skoraði þrennu. 'Ég setti þá inn þegar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, þeir gætu spilað 50 mínútur af krafti ef þetta færi í framlengingu. Þeir gerðu það svo sannarlega.'
Ambrose kom inn í gær og skoraði þrennu. 'Ég setti þá inn þegar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, þeir gætu spilað 50 mínútur af krafti ef þetta færi í framlengingu. Þeir gerðu það svo sannarlega.'
Mynd: Kortrijk
'Svo reyndar ruddust stuðningsmenn inn á, mér leist ekkert rosalega vel á það. Við þá hlupum bara inn í VIP stúkuna, biðum þar, það var svo sem ágætt'
'Svo reyndar ruddust stuðningsmenn inn á, mér leist ekkert rosalega vel á það. Við þá hlupum bara inn í VIP stúkuna, biðum þar, það var svo sem ágætt'
Mynd: Fótbolti.net - Kjartan Örn
'Ég hlakka til að fá að nota verkfærakistuna til þess að keppast um gull einhvern tímann'
'Ég hlakka til að fá að nota verkfærakistuna til þess að keppast um gull einhvern tímann'
Mynd: Getty Images
'Margir eldri menn í stjórninni hjá mér sögðust aldrei hafa upplifað svona stemningu í kringum leik hjá liðinu'
'Margir eldri menn í stjórninni hjá mér sögðust aldrei hafa upplifað svona stemningu í kringum leik hjá liðinu'
Mynd: Getty Images
Það var ýmislegt sem á að gerast í lífinu og ég held að þetta hafi bara átt að gerast.
Það var ýmislegt sem á að gerast í lífinu og ég held að þetta hafi bara átt að gerast.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
'Ég var ofboðslega ánægður á laugardaginn.'
'Ég var ofboðslega ánægður á laugardaginn.'
Mynd: Getty Images
Hélt Lyngby uppi í fyrra og svo Kortrijk í ár. Magnaður árangur.
Hélt Lyngby uppi í fyrra og svo Kortrijk í ár. Magnaður árangur.
Mynd: Lyngby
'Þú getur verið heppinn einu sinni en ekki tvisvar'
'Þú getur verið heppinn einu sinni en ekki tvisvar'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég held að minn stærsti sigur sé að hafa fengið fjórtán mismunandi þjóðerni, hóp af leikmönnum sem gat ekki unnið fótboltaleiki, til þess að vinna saman sem lið.'
'Ég held að minn stærsti sigur sé að hafa fengið fjórtán mismunandi þjóðerni, hóp af leikmönnum sem gat ekki unnið fótboltaleiki, til þess að vinna saman sem lið.'
Mynd: Kortrijk
'Mér þykir vænt um það, takk fyrir stuðninginn og allar kveðjurnar'
'Mér þykir vænt um það, takk fyrir stuðninginn og allar kveðjurnar'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Góð stund á EM í Frakklandi.
Góð stund á EM í Frakklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég veit að ég myndi ekki gera það núna'
'Ég veit að ég myndi ekki gera það núna'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég segi bara allt ljómandi gott, svolítið þreyttur en bara ferskur," sagði Freyr Alexandersson við Fótbolta.net í dag. „Ég svaf í tíu tíma, annars er ég bara búinn að vera í skýjunum."

Freyr og hans lærisveinar héldu sér uppi í belgísku úrvalsdeildinni með sigri eftir framlengdan leik gegn Lommel í gær. Liðin mættust í tveggja leikja einvígi um hvort liðið myndi spila í úrvalsdeildinni á komandi leiktíð og þurfti að grípa til framlengingar. Þar reyndust lærisveinar Freysa sleipari á svellinu og unnu sigur.

Kraftaverk í Kortrijk. Kraftaverk er það sem þessi árangur Freys, hans liðs og hans teymis, var. Liðið var í neðsta sæti þegar Freyr tók við sem þjálfari liðsins í janúar, með tíu stig eftir tuttugu umferðir og það var varla maður til sem hafði trú á því að Kortrijk gæti haldið sér uppi.

Það var langt frá því að vera raunhæft markmið. Í leikjunum sem voru eftir náði Kortrijk að komast upp um tvö sæti í deildinni sem tryggði liðinu umspil í lok tímabils, gegn Lommel sem var þriðja besta lið B-deildarinnar í vetur.

Kortrijk vann fyrri umspilsleikinn með einu marki en Lommel náði að jafna einvígið strax á 3. mínútu leiksins í gær. 0-1 var staðan eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni komst Kortrijk yfir með tveimur mörkum frá Thierry Ambrose áður en Lommel jafnaði leikinn og minnkaði muninn í einvíginu í 3-2. Kortrijk skoraði svo tvö mörk í seinni hálfleik framlengingarinnar; Ambrose fullkomnaði þrennu sína og Joao Silva skoraði eittt.

Þurfti að hugsa hvenær mennirnir gætu komið inn á
Var þetta mikill tilfinningarússibani?

„Já, þetta var það, en mér leið samt alveg vel. Það er skrítið að segja það, en þegar þeir skora 1-0 upp úr barnalegum mistökum hjá okkur, þá var ég ekkert rosalega stressaður yfir því þar sem það var lítið búið af leiknum. Ég var meira stressaður yfir hvernig leikmennirnir myndu bregðast við því. Svo sá ég mjög fljótt að leikmennirnir voru í lagi og gátu spilað leikinn."

„Fyrri hálfleikurinn var svolítið eins og ég átti von á, bæði lið stressuð og svo náum við að stilla okkur af í hálfleik. Við spilum frábæran seinni hálfleik. Ég var smá smeykur - vorum búnir að brenna mikið af dauðafærum - um að við myndum fá það í bakið."

„Ég var viss um að við myndum klára þetta í framlengingunni. Mér fannst við það mikið betri. Ég var búinn að setja inn á leikmenn, góða og ferska leikmenn sem gátu meitt andstæðinginn og þeir voru geggjaðir."


Ambrose var annar þeirra sem kom inn á og Dion De Neve var hinn. De Neve lagði upp tvö af mörkunum.

Hafðir þú þá tilfinningu fyrir leikinn að hann gæti farið í framlengingu?

„Ég átti alveg von á því að þetta gæti farið í framlengingu. Ég setti inn vinstri vængbakvörð og framherja sem hafa strögglað við meiðsli. Ég þurfti að velja á hvaða tímapunkti ég myndi nota þá. Ég setti þá inn þegar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, þeir gætu spilað 50 mínútur af krafti ef þetta færi í framlengingu. Þeir gerðu það svo sannarlega. Við áttum og ætluðum að klára þetta í venjulegum leiktíma."

Varstu strax við fyrsta mark í framlengingunni strax viss um að þið mynduð vinna?

„Ég var smá smeykur þar. Ég þekki þessi drengi og kúltúrinn hérna ágætlega, þeir fóru aðeins fram úr sér, spóluðu aðeins yfir sig á þessu augnabliki. En þegar við skorum annað markið þá var ég nokkuð viss um að við myndum klára þetta."

Naut þess miklu betur en í fyrra - Þurfti að flýja í VIP-ið
Hvernig var upplifunin af leiknum í gær? Hvernig var stemningin? Fannstu fyrir stressi?

„Já, guð minn almáttugur, það eru allir búnir að vera þvílíkt stressaðir hérna og ég fann svo sannarlega fyrir því. Ég sjálfur var alveg þokkalegur, en allir í bænum og allir í kringum klúbbinn voru mjög stressaðir."

„Það var ótrúlegt andrúmsloft á vellinum, alveg virkilega gott. Stuðningsmennirnir voru alveg stórkostlegir. Það var mikil upplifun að hafa svona mikinn kraft í kringum liðið. Fólki þykir mjög vænt um það, margir eldri menn í stjórninni hjá mér sögðust aldrei hafa upplifað svona stemningu í kringum leik hjá liðinu."

„Tilfinningin í leikslok var mjög góð, yndisleg. Ég naut þess, naut þess miklu betur en fyrir ári síðan (þegar Freysi hélt Lyngby uppi), þá var næstum búið að líða yfir mig. Núna gat ég meira verið rólegur og naut þess, naut þess að horfa í kringum mig og faðma Jonathan aðstoðarmanninn minn. Svo reyndar ruddust stuðningsmenn inn á, mér leist ekkert rosalega vel á það. Við þá hlupum bara inn í VIP stúkuna, biðum þar, það var svo sem ágætt."


Ekki tilviljun þegar þú getur gert þetta tvisvar sinnum
Tvö kraftaverk, tvö vor í röð, hjá liðum sem Freysi hefur þjálfað. Af hverju ertu að ná þessum árangri?

„Ég veit það ekki, ég á mjög erfitt með að átta mig á því. Ég er náttúrulega búinn að vera í þessum aðstæðum, gert það besta úr þeim. Ég held það sé fyrst og fremst það að ég veit nokkurn veginn hvernig maður á að vinna til að ná því besta fram úr fólki og skapa þeim öruggt og gott umhverfi. Það hefur gengið vel. Ég hef enga rosalega góða skýringu á því af hverju."

„En eins og Alfreð Finnbogason sagði við mig í dag, það er ekki tilviljun þegar þú getur gert þetta tvisvar sinnum. Þú getur verið heppinn einu sinni en ekki tvisvar. Það er eitthvað í vinnubrögðunum, eitthvað sem við erum að gera sem er rétt og ég trúi því líka. Ef ég lendi aftur í svona stöðu þá mun ég nota það sem ég kann og geri."

„Ég trúi því líka að flestar vinnuaðferðirnar myndu virka alveg jafn vel ef við værum að keppa um gullið. Ég hlakka til að fá að nota verkfærakistuna til þess að keppast um gull einhvern tímann."


Alfreð vann með Freysa í landsliðinu og var svo leikmaður Lyngby þegar liðið hélt sér uppi í fyrra.

Engar afsakanir lengur
Þegar þú komst til Kortrijk, varstu að segja mönnum að þeir séu betri en þeir hefðu sýnt fram að því? Eða ertu að gera eitthvað allt annað til að fá menn til að gera betur en þeir hafa gert?

„Ég sagði þeim að ég sæi alveg möguleika í liðinu og þeir gætu miklu betur, þetta gat nú ekkert verið mikið verra. Ég reyndi að sýna þeim það, mér þótti leiðinlegt að segja þeim það, að það sem var búið að vera gera var bara ekki nógu gott og vinnuaðferðirnar hjá leikmönnum og líka fyrrverandi þjálfurum var bara ekki í lagi."

„Það er staðreynd ef þú ert með 0,5 stig að meðaltali eftir tuttugu leiki og 2,5 mörk á þig í leik, að þá er eitthvað að. Ég fann mjög fljótt að æfingakúltúrinn og menningin í kringum liðið var á mjög lágu stigi. Við þurftum að breyta því snarlega. Svo reyndi ég að segja þeim að við værum búnir að búa til betri kúltúr og vinnuaðferðir, nú þyrftu þeir að fara 'delivera', það væru ekki neinar afsakanir lengur. Þeir gerðu það bara."


Stærsti sigurinn að fá þá til að vinna saman sem lið
Hverju ertu stoltastur af á þessum fimm mánuðum?

„Ég held að minn stærsti sigur sé að hafa fengið fjórtán mismunandi þjóðerni, hóp af leikmönnum sem gat ekki unnið fótboltaleiki, til þess að vinna saman sem lið. Á svona stuttum tíma er það stærsti sigurinn. Ef ég hefði ekki náð að fá þá til þess að vinna sem lið, þá hefði þetta aldrei gengið. Það var algjört lykill."

„Það eru sumir, sem stjórna fótboltaklúbbum, sem halda að þegar þú ert að búa til lið þá farir þú með liðið þitt í Paintball og svo í Go-Kart og eitthvað svona kjaftæði. Það er ekki það sem skiptir máli. Það tók mig smá tíma til að fá fólk til að átta sig á þvi. Það fór töluverð vinna í að búa til liðsheild og kúltúr."


Miklir möguleikar í stöðunni
Er Kortrijk félag sem á að vera með lið mun ofar í töflunni?

„Ef rétt er haldið á spilunum þá getum við verið um miðja deild, en það má lítið út af bregða, annars verðum við bara aftur í veseni. Við erum ennþá að súpa seyðið af vondum ákvörðunum sem voru teknar á síðustu 18 mánuðum. Það er mjög margt sem þarf að lagast til þess að við getum farið upp í miðja töflu, en við getum það. Það eru miklir möguleikar í stöðunni. Það er stefnan að laga það sem ég sé að augljóslega þarf að laga. Þá getum við gert eitthvað skemmtilegt."

Krafa að Jonathan færi með
Í viðtali við RÚV sagði Freysi að hann hefði staðið í lappirnar varðandi góðan samning fyrir aðstoðarmanninn sinn. Jonathan Hartmann var aðstoðarmaður Freysa hjá Lyngby og vildi Freysi fá hann með sér.

„Það var bara erfitt að fá fínan samning fyrir hann. Félög vilja aldrei borga aðstoðarmönnum neitt (almennilegt). Ég talaði við þrjá klúbba í desember, í mismunandi löndum. Ég ætlaði aldrei að fara neitt nema Jonathan færi með mér. Það var bara erfitt að fá klúbbana til að gefa aðstoðarmönnum almennilegan samning. Ég náði því í gegn í Kortrijk og það skipti mig miklu máli."

Hvað er það sem gerir hann að svona góðum aðstoðarmanni?

„Hann er í fyrsta lagi eldklár, með mjög gott vinnueðli; vinnur mjög mikið, duglegur og tekur frumkvæði. Hann er frábær á æfingasvæðinu, með góðar æfingar, leikmönnum líkar vel við hann og setur kröfur. Svo spyr hann mig spurninga, hann er ekki bara Já-maður, lætur mig virkilega finna fyrir því, sem er akkúrat það sem ég vil og hann gerir það á réttan hátt."

„Hann er traustur, ég get reitt mig á hann og svo þekkir hann mig út og inn. Hann veit nákvæmlega hvað hann á að gera og hvenær hann á að gera það; hvenær hann á að þagga aðeins niður í mér og róa mig niður eða hvenær á að hvetja mig áfram. Hann er frábær í því að fá það besta út úr mér."


Fer bara til Íslands ef það er brúðkaup
Hvað tekur við núna?

„Núna eru smá fundir og skipulagsvinna svo ég geti farið í frí, ég er að skila af mér mínum kröfum til Kortrijk sem þeir þurfa síðan að reyna framfylgja á meðan ég reyni að taka mér frí. Ég fer til Danmerkur til fjölskyldunnar. Ég kem reyndar heim til Íslands í júní, kem í þrjá daga og fer í brúðkaup hjá systur minni og kem svo tveimur vikum seinna í þrjá daga og fer í brúðkaup hjá bróður mínum. Þau ákváðu að gera þetta bara á sama ári með tveggja vikna millibili. Ég kem bara til Íslands til að fara í brúðkaup þetta sumarið," sagði Freysi og hló.

6-7 Íslendingar sem gætu passað mjög vel inn í Kortrijk
Patrik Sigurður Gunnarsson, Kolbeinn Finnsson, Mikael Anderson, Stefán Teitur Þórðarson og Arnór Ingvi Traustason voru allir orðaðir við Kortrijk í janúar. Ertu að horfa í sömu leikmenn í dag og jafnvel fleiri íslenska leikmenn upp á mögulega styrkingu í sumar?

„Ég er með marga íslenska leikmenn á lista, almennt með mjög marga leikmenn á lista. Það eru örugglega 6-7 strákar sem gætu passað mjög vel inn í þetta."

Er einhver sérstök staða sem þú ert að horfa í?

„Ég þarf að fá 10 leikmenn, það er bara út um allan völl. Ég þarf leikmann og leikmenn í hverja línu. Það er tækifæri í því, ég get fengið inn þær týpur og þá persónuleika sem ég vil fá núna í þessum glugga. Ég vona að það gangi eftir."

Fáránlega margir lánsmenn
Átta leikmenn eru að fara frá félaginu þar sem lánssamningur þeirra er að renna út og tveir eru að verða samningslausir.

„Það eru átta lánsmenn sem eru að fara, fáránlega há tala. Það er allavega einn af þeim sem ég mun gera allt sem ég get til að halda. Svo eru tveir sem eru að renna út á samningi og við munum ekki framlengja við. Ég hefði viljað halda öðrum þeirra; Felipe Avenatti frá Úrúgvæ, en hann vill fara aftur til Úrúgvæ. Ég átti frábært samstarf með honum."

Þetta átti bara að gerast
Á þessum tímapunkti var komið að smá U-beygju í viðtalinu. Leiknir, uppeldisfélag Freysa, lék í fyrsta sinn í úrvalsdeild sumarið 2015. Þá voru þeir Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónasson þjálfarar liðsins. Með allt sem þú hefur lært síðan, heldur þú að þið hefðuð náð að halda liðinu uppi?

„Ég gæti trúað því, en ég er samt ekkert viss um það. Ég man þetta ekki alveg, en ég man samt að ég lét dómara og dóma fara alltof mikið í taugarnar á mér það tímabil. Ég veit að ég myndi ekki gera það núna. Við myndum örugglega taka einhverjar betri ákvarðanir."

„Þetta fór bara eins og það fór og lærdómur í því. Það var ýmislegt sem á að gerast í lífinu og ég held að þetta hafi bara átt að gerast."


Gat átt öðruvísi samtöl við leikmenn en Lars og Heimir
Freysi var á sínum tíma þjálfari kvennalandsliðsins Hann var líka aðstoðarmaður í karlalandsliðinu. Á þeim árum var karlalandsliðið að taka þátt í stórmótum og reynsluboltar að stýra liðinu. Er eitthvað augnablik með Lars Lagerback, Heimi Hallgrímssyni eða Erik Hamren sem þú tekur sérstaklega með þér þegar þú svo ferð í úrslitaleiki sjálfur?

„Ég held að ég sé búinn að taka eitthvað frá þeim öllum. Ég er orðinn svolítið sjóaður í því að lesa hvað sé að gerast í kringum mig. Þegar við vorum í Annecy í Frakkland þá gat ég nokkurn veginn lesið í hvernig mönnum leið. Ég gat átt öðruvísi samtöl við leikmenn en Lars og Heimir, vissi kannski aðeins meira hvernig þeim leið í alvörunni. Þeir voru ekki að fara segja það við Lars að þeir gætu ekki sofið. Ég græddi mjög mikið á þeirri reynslu."

„Núna gat ég notað þá reynslu í að tala við leikmennina um það, sagði að það væru einhverjir sem myndu ekki sofa í nótt eða gætu ekki borðað morgunmat. Ég sagði við menn að það væri allt í lagi, það myndi ekkert gerast, adrenalínið myndi taka þá áfram. Það eru einhverjir svona hlutir. Ég lærði ótrúlega mikið af þeim öllum, meðtók mjög mikið af hlutum sem þeir gerðu sem ég get svo nýtt mér út frá mínum eigin persónuleika. Þetta verður að einhverjum graut."

„Ég hef alltaf verið forvitinn, alltaf verið að leita eftir því að verða betri og er það ennþá í dag. Þess vegna held ég að maður nái að þroskast og nýta sér svo þá reynslu sem maður fer í gegnum."


Skipti Freysa ofboðslega miklu máli að Lyngby myndi halda sæti sínu
Lyngby, félagið sem Freysi sagði skilið við í janúar, tókst að halda sér uppi í dönsku úrvalsdeildinni. Liðið var í fallhættu í vor en þó aldrei eins mikilli og í fyrra. Eykur það við hamingjuna að liðið hafi haldið sér uppi?

„Já, klárlega. Mér hefði liðið hræðilega ef þeir hefðu fallið, og örugglega fundist það mér að kenna. Þetta skiptir mig ofboðslega miklu máli að þeir hafi náð að bjarga sér. Þeir eru alltof góðir til þess að fara niður, segi þeim eins og er."

„Þegar ég fór, minn tími var bara búinn, ég gat ekki farið lengra með verkefnið, það hefði ekki endað fallega. Ég vildi enda þetta fallega og skildi við liðið á góðum stað. Mér fannst ekki séns að þeir gætu fallið þegar ég fer. Svo gerist það að það gat alveg gerst og mér leið bara alls ekki vel með það. Ég var ofboðslega ánægður á laugardaginn."


Takk fyrir allan stuðninginn
Einhver lokaorð?

„Mér þykir mjög vænt um hvað Íslendingar fylgjast vel með því hvað ég er að gera og hvað íslenskir fjölmiðlar fylgjast vel með. Vinir mínir sögðu mér í gær að þetta væru mest lesnu fréttirnar á Íslandi. Mér þykir ofboðslega vænt um að heyra það, það er langt síðan ég var á Íslandi. Mér þykir vænt um þessa athygli, takk fyrir stuðninginn og allar kveðjurnar," sagði Freysi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner