Real Madrid skráir sig í baráttuna um Wirtz - Brentford í leit að markverði - Sane til Arsenal?
   mið 28. maí 2025 13:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fanndís kölluð inn í landsliðið - Spilaði síðast 2020
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir hefur verið kölluð inn í íslenska A-landsliðshópinn en framundan eru leikir gegn Noregi og Frakklandi í Þjóðadeildinni.

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, leikmaður Leipzig í Þýskalandi, getur ekki tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla.

Fanndís spilaði sinn 109. landsleik í mars 2020 á Pinatar og gæti því í komandi leikjum náð sínum 110. landsleik. Leikurinn gegn Noregi hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma á föstudag og fer fram á Lerkendal. Á þriðjudag kemur svo Frakkland í heimsókn á Laugardalsvöll í lokaleik Þjóðadeildarinnar.

Hún er 35 ára kantmaður sem spilar með Val í Bestu deildinni. Hún var um árabil fastamaður í landsliðinu en hefur síðustu ár glímt við meiðsli og sömuleiðis eignast tvö börn.

Hún er nú ein af þremur leikmönnum Vals í hópnum en fyrir voru þær Berglind Rós Ágústsdóttir og Natasha Anasi.
Landslið kvenna - Þjóðadeildin
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 4 4 0 0 8 - 2 +6 12
2.    Noregur 4 1 1 2 2 - 4 -2 4
3.    Ísland 4 0 3 1 5 - 6 -1 3
4.    Sviss 4 0 2 2 4 - 7 -3 2
Athugasemdir