Martin Zubimendi, miðjumaður Real Sociedad, er í þann mund að ganga til liðs við Arsenal fyrir 51 milljón punda.
Samkvæmt BBC hefur öll pappírsvinna verið kláruð og samkomulag náðst milli félagana, skiptin eru háð því að Zubimendi komist í gegnum læknisskoðun.
Samkvæmt BBC hefur öll pappírsvinna verið kláruð og samkomulag náðst milli félagana, skiptin eru háð því að Zubimendi komist í gegnum læknisskoðun.
Arsenal hefur lengi haft augastað á spænska landsliðsmanninum, sem er 26 ára gamall. Zubimendi hafnaði áhuga frá Liverpool síðasta sumar og Arsenal er nú að undirbúa komu hans.
Arsenal hefur einnig áhuga á að bæta við sóknarmanni, og leikmenn á borð við Benjamin Sesko og Viktor Gyökeres eru á blaði þeirra. Íþróttastjóri Sporting Lissabon sagði í morgun að félaginu hefði enn ekki borist opinbert tilboð í Gyökeres
Athugasemdir