Manchester United leitar nú leiða til að endurheimta fyrri frægð og vinsældir eftir erfiða tíma. Dagblaðið Mirror fjallar um að vinsældir félagsins hafi dvínað í Asíu.
Klukkan 12:45 að íslenskum tíma mun Manchester United leika æfingaleik gegn úrvalsliði frá Suð-austurhluta Asíu, ASEAN All-Stars, í Kúala Lúmpúr í Malasíu.
Klukkan 12:45 að íslenskum tíma mun Manchester United leika æfingaleik gegn úrvalsliði frá Suð-austurhluta Asíu, ASEAN All-Stars, í Kúala Lúmpúr í Malasíu.
Manchester United endaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildinni en slakur árangur hefur haft neikvæð áhrif á vinsældir og efnahag félagsins.
Ferð Manchester United til Asíu hefur ekki vakið eins mikla athygli og félagið vonaðist eftir. Áhuginn á komandi æfingaleikjum liðsins er ekki eins mikill og þegar liðið ferðaðist til álfunnar á árum áður.
Haresh Deol, stofnandi malasísku fréttaveitunnar TwentyTwo13, sagði við BBC:
„Það er viss umræða meðal stuðningsmanna um leikinn, einhver spenna, en hún er ekki eins sterk og var þegar liðið var í góðum gír í ensku úrvalsdeildinni. Yngri kynslóðir velja sér frekar lið sem eru að vinna. Af hverju að velja lið sem er að tapa mörgum leikjum?,“
Heppnir að Cunha vilji koma
Þó árangur Manchester United á nýliðnu tímabili hafi verið sögulega slakur þá er félagið að sjálfsögðu áfram risastórt og er mikið aðdráttarafl. Eins og sést til dæmis á því að brasilíski landsliðsmaðurinn Matheus Cunha er að ganga í raðir þess frá Wolves.
BBC segir að Cunha líti á United sem stórlið og sé spenntur að takast á við þá áskorun að spila í treyjunni.
„United er heppið að vera enn með öflugt orðspor og búa yfir þessari sögu sem félag. Þannig vilja leikmenn með gæði á borð við Cunha enn fara til þeirra," segir Fara Williams, sérfræðingur breska ríkisútvarpsins.
„Það er ekki nokkur vafi að hann mun styrkja liðið. Hann hefur upp á allt að bjóða sem United er að leita að. Hann býr yfir miklum gæðum sóknarlega og hugarfarið er á þá leið að hann gerir allt til að vinna."
Athugasemdir