Real Madrid skráir sig í baráttuna um Wirtz - Brentford í leit að markverði - Sane til Arsenal?
   mið 28. maí 2025 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Jorginho kveður Arsenal - Semur við Flamengo
Mynd: EPA
Ítalski-brasilíski miðjumaðurinn Jorginho er farinn frá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal en hann kvaddi félagið með færslu á Instagram í gær.

Þessi 33 ára gamli leikmaður er fæddur og uppalinn í Brasilíu en flutti 15 ára gamall til Ítalíu.

Þar lék hann með Emil Hallfreðssyni hjá Hellas Verona áður en hann var seldur til Napoli.

Jorginho átti fjögur góð ár hjá Napoli þar sem vann vann ítalska bikarinn áður en Chelsea keypti hann árið 2018 en hann blómstraði á Englandi. Hann vann Evrópudeildina árið 2019 og Meistaradeildina tveimur árum síðar ásamt því að komast fimm sinnum í bikarúrslit.

Árið 2021 er það besta á hans ferli. Ásamt því að vinna Meistaradeildina tókst honum að vinna Ofurbikar Evrópu, HM félagsliða og Evrópumótið með Ítalíu.

Hann hafnaði í 3. sæti í kjöri Ballon d'Or og valinn bestur hjá UEFA.

Síðustu tvö og hálfa árið hefur hann spilað með Arsenal. Hann var í þokkalega stóru hlutverk fyrsta tímabil sitt, en verið í aukahlutverki hin tvö tímabilin.

Hann hefur nú tilkynnt að þetta sé hans síðasta tímabil með Arsenal, en samningur hans rennur út í sumar og hefur Fabrizio Romano þegar greint frá því að hann sé að halda aftur heim til Brasilíu.

Jorginho mun semja við Flamengo á næstu dögum og verður kominn með leikheimild fyrir HM félagsliða sem hefst eftir tvær vikur.



Athugasemdir
banner
banner