Varnarmaðurinn Michael Kayode hefur skrifað undir fimm ára samning við Brentford. Félagið ákvað að nýta sér ákvæði um að kaupa þennan tvítuga leikmann frá Fiorentina.
Hann kom upphaflega til Brentford á lánssamningi í janúar.
Hann kom upphaflega til Brentford á lánssamningi í janúar.
„Ég er svo spenntur fyrir framtíðinni hjá Brentford. Það hefur verið tekið svo vel á móti mér frá fyrsta degi. Ég hafði viljað spila í úrvalsdeildinni frá því að ég var krakki," segir Kayode.
Phil Giles, yfirmaður fótboltamála, segir að það hafi verið auðveld ákvörðun að fá leikmanninn alfarið.
„Michael hefur verið magnaður fyrir okkur, það er ekki bara frammistaðan heldur orkan og karakterinn sem hann kemur með á æfingasvæðinu," segir Giles.
Kayode lék tólf leiki í hægri bakverði með Brentford í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann kom í janúar. Eitt af vopnum hans eru löng innköst.
Athugasemdir