Real Madrid skráir sig í baráttuna um Wirtz - Brentford í leit að markverði - Sane til Arsenal?
   mið 28. maí 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Szczesny gerir tveggja ára samning við Barcelona
Mynd: EPA
Wojciech Szczesny, markvörður Barcelona á Spáni, hefur samþykkt nýjan tveggja ára samning við félagið.

Pólski markvörðurinn lagði hanskana á hilluna á síðasta ári eftir farsælan feril.

Hanskarnir voru rifnir fram snemma á síðasta tímabili eftir að Barcelona lenti í markvarðakrísu. Marc-andre ter Stegen meiddist illa og var Szczesny ætlað að berjast við Inaki Pena um stöðuna.

Szczesny var á bekknum fyrstu mánuðina áður en hann tók sætið af Pena og spilaði síðan stóra rullu er Börsungar unnu La Liga, bikarinn og Ofurbikarinn.

Goal í Póllandi og Sport segja að nú hafi Szczesny samþykkt að framlengja samning sinn til 2027 sem er mikið fagnaðarefni fyrir Börsunga.

Pólverjinn hélt 14 sinnum hreinu í 30 leikjum sínum með Barcelona á tímabilinu, en hann fær nú verðuga samkeppni við Ter Stegen sem er kominn til baka úr meiðslum.
Athugasemdir
banner