Real Madrid skráir sig í baráttuna um Wirtz - Brentford í leit að markverði - Sane til Arsenal?
   mið 28. maí 2025 16:34
Elvar Geir Magnússon
Bróðir Rashford fundaði með Deco
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Umboðsmenn Marcus Rashford hafa fundað með forráðamönnum Barcelona. Framtíð sóknarmannsins er í óvissu en draumur hans er víst að spila fyrir Börsunga.

Rashford er 27 ára og gekk í raðir Aston Villa á lánssamningi frá Manchester United í janúar. United hyggst selja hann og hefur sett 40 milljóna punda verðmiða á hann.

Dwaine Maynard, bróðir og umboðsmaður Rashford, hitti Deco íþróttastjóra Barcelona á hóteli í katalónsku borginni í dag.

Rúben Amorim stjóri United sagði í febrúar að hann hefði ekki náð að fá Rashford til að öðlast sýn á leikstíl sinn og æfingaaðferðir. Deco viðurkenndi á dögunum að Barcelona hefði áhuga á Rashford.

Amorim er ákveðinn í að styrkja sóknarlínu sína en United skoraði aðeisn 44 deildarmörk á liðnu tímabili. Síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð hefur United ekki skorað eins fá mörk.
Athugasemdir