Real Madrid skráir sig í baráttuna um Wirtz - Brentford í leit að markverði - Sane til Arsenal?
   mið 28. maí 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Mætir vini sínum og læriföður
Enzo Maresca á æfingu í Póllandi í gær.
Enzo Maresca á æfingu í Póllandi í gær.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Í kvöld leikur Real Betis gegn Chelsea í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar en leikið er í Wroclaw í Póllandi.

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, stendur frammi fyrir sínum fyrsta Evróputitli. Hann átti farsælan leikmannaferil og vann þrjá Evróputitla með Sevilla. Hann á bæði vin og fyrrverandi lærimeistara í stjóra andstæðingana, Manuel Pellegrini.

Pellegrini hafði mikil áhrif á Maresca og hvatti hann til að fara í þjálfun á meðan hann lék fyrir Málaga árið 2011. Maresca gekk síðar til liðs við þjálfarateymi Pellegrini hjá West Ham og lærði mikið af honum.

„Ég hef lært margt af Manuel, en það mikilvægasta er að sýna leikmönnum virðingu og stuðning, líkt og þú sért faðir þeirra,“ segir Maresca en Pellegrini stýrði Manchester City og West Ham í enska boltanum.

Leikurinn gegn Betis er mikilvægur fyrir þróun Chelsea og Maresca telur að sigur muni hjálpa við að byggja upp sigurhefð og sjálfstraust.

„Þessi úrslitaleikur getur lyft tímabilinu úr því að vera gott í að vera mjög gott. Það er leikur sem við viljum vinna hvernig sem við gerum það,“ segir Maresca en Chelsea gæti orðið fyrsta félagið í Evrópu til að vinna allar Evrópukeppnirnar þrjár.

Úrslitaleikur Real Betis og Chelsea hefst klukkan 19.
Athugasemdir