Damir Muminovic lék í gær sinn síðasta leik með DPMM en liðið tapaði þá gegn toppliði singapúrsku deildarinnar í undanúrslitum bikarsins. Leikurinn var seinni leikur liðanna og hefði lið Damirs þurft að vinna upp eins marks forskot Lion City, en lokatölur urðu 2-0 fyrir Ljónunum.
DPMM er á Brúnei en spilar í deildinni í Singapúr. Gengi liðsins var dapurt í fyrstu leikjunum eftir komu Damirs en snarbatnaði þegar leið á og vann liðið sex síðustu deildarleiki sína. DPMM endaði í 5. sæti deildarinnar en níu lið eru í úrvalsdeildinni.
DPMM er á Brúnei en spilar í deildinni í Singapúr. Gengi liðsins var dapurt í fyrstu leikjunum eftir komu Damirs en snarbatnaði þegar leið á og vann liðið sex síðustu deildarleiki sína. DPMM endaði í 5. sæti deildarinnar en níu lið eru í úrvalsdeildinni.
Hann skrifaði seint á síðasta ári undir samning út maí og er sá samningur að renna út. Damir er á heimleið til Íslands og fer eftir helgi í frí með fjölskyldunni. Í kjölfarið mun hann svo taka ákvörðun með sína framtíð.
Hann hefur verið sterklega orðaður við endurkomu í Breiðablik en hann varð Íslandsmeistari með liðinu á síðasta ári. Það er þó alls ekki ljóst hvort hann endi aftur í Kópavoginum.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa fleiri íslensk félög áhuga á miðverðinum öfluga og einnig er möguleiki að hann spili áfram erlendis. Damir er 35 ára og á að baki sex A-landsleiki.
Athugasemdir