Real Madrid skráir sig í baráttuna um Wirtz - Brentford í leit að markverði - Sane til Arsenal?
   mið 28. maí 2025 15:27
Elvar Geir Magnússon
Frekari niðurlæging Man Utd sem tapaði í Malasíu
Garnacho lék allan seinni hálfleikinn í dag en framtíð hans hefur verið mikið í umræðunni.
Garnacho lék allan seinni hálfleikinn í dag en framtíð hans hefur verið mikið í umræðunni.
Mynd: EPA
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: EPA
Manchester United tapaði 1-0 gegn ASEAN All-Stars, úrvalsliði frá Suð-austurhluta Asíu, í æfingaleik í Malasíu í dag.

Harry Maguire var fyrirliði í dag og þeir Casemiro, Patrick Dorgu, Andre Onana, Ayden Heaven, Diogo Dalot, Manuel Ugarte, Kobbie Mainoo og Rasmus Höjlund voru allir í byrjunarliðinu.

Bruno Fernandes, Alejandro Garnacho, Jonny Evans og Amad Diallo voru meðal leikmanna sem spiluðu seinni hálfleikinn. Staðan var markalaus í hálfleik en Maung Maung Lwin skoraði sigurmarkið á 71. mínútu.

Hrakfarir Manchester United halda því áfram en Rúben Amorim lýsti tímabilinu sem hörmulegu eftir að liðið endaði í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapaði gegn Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Strax eftir tímabilið fór Manchester United til Asíu en aðal ástæða ferðarinnar er að sjálfsögðu fjárhags- og markaðsleg. Paul Robinson sérfræðingur BBC segir klárt að ekki nokkur leikmaður nenni að vera í þessari ferð en eru bundnir samkvæmt samningi.

United leikur tvo leiki í þessari ferð og heldur nú til Hong Kong fyrir leik sem fram fer á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner