Mirror segir Liverpool og Chelsea bæði í baráttunni um að fá franska sóknarmanninn Hugo Ekitike frá Eintracht Frankfurt.
Leikmaðurinn, sem metinn er á 84 milljónir punda, er talinn einn áhugaverðasti framherjinn á Evrópumarkaðnum. Ekitike hefur blómstrað eftir að hann yfirgaf PSG og náði að skora yfir 20 mörk á tímabilinu.
Markus Krosche, íþróttastjóri Frankfurt, hefur gefið til kynna að félagið sé opið fyrir brottför leikmannsins: „Ef leikmaður þróast hraðar en við, leyfum við honum að fara."
Liverpool vinnur hörðum höndum á leikmannakaupum í sumar og er að vinna í að fá Florian Wirtz og Jeremie Frimpong frá Bayer Leverkusen.
Athugasemdir