Davide Ancelotti, sem vann sem aðstoðarmaður föður síns Carlo í Real Madrid, er í viðræðum við Rangers í Glasgow um að taka við sem stjóri skoska liðsins.
BBC segir að Ancelotti sé jákvæður eftir viðræðurnar hingað til.
BBC segir að Ancelotti sé jákvæður eftir viðræðurnar hingað til.
Miðjumaðurinn Luka Modric, sem er á útleið frá Real Madrid, gæti fylgt Anceltotti til Rangers. Hinn 38 ára gamli Modric hefur þó ekki ákveðið framtíð sína.
Rangers stendur frammi fyrir tímabundnum töfum vegna yfirvofandi yfirtöku á félaginu af bandarískum hópi sem tengist 49ers Enterprises Global Football Group.
Davide Ancelotti hefur unnið með föður sínum bæði hjá Bayern, Napoli og Everton og vill nú stíga skrefið og verða stjóri. Ancelotti hefur þróað nútímalegar nálganir í þjálfun.
Athugasemdir