Real Madrid skráir sig í baráttuna um Wirtz - Brentford í leit að markverði - Sane til Arsenal?
   mið 28. maí 2025 10:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Útskrifast úr Harvard og því ekki með í Noregi - „Hef lært af þeim bestu í skólastofunni"
Icelandair
Fagnar hér með liðsfélaga sínum í Breiðabliki, Berglindi Björgu, á dögunum.
Fagnar hér með liðsfélaga sínum í Breiðabliki, Berglindi Björgu, á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er að útskrifast frá Harvard háskólanum í Bandaríkjunum á morgun, er að klára sitt fjórða ár við háskólann, og verður því ekki með þegar Ísland mætir Noregi ytra í Þjóðadeildinni.

Áslaug Munda verður 24 ára í næstu viku og á að baki 20 A-landsleiki. Hún hefur verið mikið frá síðustu ár vegna höfuðmeiðsla. Hún mun koma til móts við landsliðið á Íslandi og verður til taks fyrir leikinn gegn Frakklandi næsta þriðjudag.

Vinstri bakvörðurinn ræddi við Fótbolta.net fyrr í vetur um árin í Harvard.

„Ég mæli með því, en á sama tíma er ég kannski ekki rétta manneskjan til þess að svara þessu. Þetta hefur verið upplifun og ég er búin að læra mikið, búin að bæta mig í ensku og hef lært af þeim bestu í skólastofunni. En fótboltinn hefur verið upp og niður. Þetta fer eftir því hvað hverjum og einum langar að gera. Langar þig að vera skuldbundinn í fjögur ár á einum stað? Eða langar þig að prófa eitthvað fjölbreytnara? Eftir á að hyggja verð ég mjög ánægð að vera komin með gráðu úr Harvard, held að eftir nokkur ár muni ég líta til baka og vera ánægð með ákvörðunina sem ég tók," sagði Áslaug Munda meðal annars.

Leikurinn gegn Noregi hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma á föstudag.

Athugasemdir
banner