Chelsea er farið að huga að framtíðinni og einn liður í því er að ganga frá samkomulagi við Strasbourg um hollenska framherjann Emanuel Emegha.
Emegha skoraði 14 deildarmörk með Strasbourg á nýafstaðinni leiktíð.
Chelsea hefur lengi vel fylgst með Emegha og er nú tilbúið að ganga að samningaborðinu.
Viðræðurnar ættu að ganga nokkuð hratt fyrir í sig í ljósi þess að bæði félögin eru í eigu BlueCo.
Samkvæmt Fabrizio Romano mun Emegha ekki koma til Chelsea í sumar heldur er það með plön um að fá hann á næsta ári.
Emegha, sem er 22 ára gamall, spilaði áður með Spörtu Rotterdam, Antwerp og Sturm Graz ásamt því að eiga fjölda leikja með yngri landsliðum Hollands.
Athugasemdir