Real Madrid skráir sig í baráttuna um Wirtz - Brentford í leit að markverði - Sane til Arsenal?
   mið 28. maí 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo með einstakt tilboð frá Brasilíu
Mynd: EPA
Portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo er með þrjú tilboð á borðinu og eitt sérstaklega einstakt frá Brasilíu.

Ronaldo rennur út á samningi hjá Al Nassr í sumar en hann skoraði 93 mörk og gaf 19 stoðsendingar í 105 leikjum sínum með félaginu og vann gullskó deildarinnar tvisvar.

Eftir síðasta deildarleik tímabilsins sagði Ronaldo að þessum kafla væri nú lokið en að hann væri enn að skrifa söguna.

Blaðamaðurinn Santi Aouna hjá Foot Mercato segir að Ronaldo sé með samningstilboð frá Al Nassr og það sé mjög nálægt því sem hann er að biðja um.

Það er ekki eina félagið sem vill fá Portúgalann en erkifjendur þeirra í Al Hilal hafa einnig boðið honum samning.

Áhugaverðasta tilboðið kemur hins vegar frá brasilíska félaginu Botafogo. Hann myndi þéna vel hjá félaginu en þar að auki eignast hlut í fjárfestingafélaginu Eagle Football Holdings, sem á Botafogo, Lyon, Crystal Palace, RWD Molenbeek og FC Florida. Þetta segir brasilíski blaðamaðurinn Jorge Nicola.

Mexíkóska félagið Monterrey hefur einnig mikinn áhuga og þá hefur hann verið orðaður við Wydad í Marokkó.

Sporting Lisbon, uppeldisfélag Ronaldo, mun væntanlega missa sænska framherjann Viktor Gyökeres í sumarglugganum og er alls ekki útilokað að hann vilji ljúka ferlinum á staðnum sem hann hóf hann.

Fullt af möguleikum í boði fyrir Ronaldo sem telur sig eiga nóg eftir á tankinum. Hann er kominn með 934 mörk á ferlinum og mun líklegast ekki kalla þetta gott fyrr en hann fer yfir þúsund marka múrinn.
Athugasemdir