Real Madrid skráir sig í baráttuna um Wirtz - Brentford í leit að markverði - Sane til Arsenal?
   mið 28. maí 2025 13:30
Elvar Geir Magnússon
Ferdinand hættir hjá TNT
Mynd: EPA
Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United og Englands, hefur ákveðið að hætta störfum hjá TNT Sports eftir tíu ár hjá fyrirtækinu.

Hann hefur starfað sem sérfræðingur en hans síðasta verkefni verður í München á laugardaginn; úrslitaleikur Inter og PSG í Meistaradeildinni.

Ferdinand vill eyða meiri tíma með fjölskyldunni eftir margra ára ferðalög í kringum enska úrvalsdeildina fyrir BT Sport og TNT. Ferdinand er einnig spenntur að einbeita sér að öðrum verkefnum, þar á meðal fyrirtækjum sínum.

Viðskilnaður TNT Sports og Ferdinand er sagður í góðu og hann gæti tekið að sér einstök verkefni og komið fram sem sérfræðingur í framtíðinni.


Athugasemdir