Jordan Henderson gæti snúið aftur til Sunderland, uppeldisfélags síns, í sumar. Sunderland tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni og hefur áhuga á að fá fyrrrum fyrirliða Liverpool til liðs við sig.
Henderson, 34 ára, á tólf mánuði eftir af samningi sínum við Ajax en er líklegur til að yfirgefa félagið eftir brottför þjálfarans Francesco Farioli.
Hann var nærri því að fara til Mínakó í janúar, en samningar náðust ekki og hann hafði krafist þess að samningi sínum yrði rift.
„Margt sem hefur verið sagt er ekki satt,“ sagði Henderson á harðorðum blaðamannafundi að því tilefni.
Sunderland hefur venjulega einblínt á unga efnilega leikmenn, en þjálfari félagsins, Regis Le Bris, og íþróttastjóri Kristjaan Speakman telja að reynsla og leiðtogahæfileikar Henderson gætu styrkt liðið á þeirra fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni síðan 2017.
Henderson hefur átt farsælan feril, meðal annars með því að vinna Meistaradeildina og enska úrvalsdeildina með Liverpool á sínum tíma. Hann hefur einnig á ný tryggt sér sæti í enska landsliðinu undir stjórn Thomas Tuchel og horfir líklega til HM næsta sumar.
Athugasemdir