Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mið 28. maí 2025 11:18
Elvar Geir Magnússon
Þyrftu að borga háa fjárhæð til að mega spila Daða Berg í toppslagnum
Daði er hjá Vestra á lánssamningi frá Víkingi.
Daði er hjá Vestra á lánssamningi frá Víkingi.
Mynd: Víkingur
Morten Ohlsen Hansen var ekki með í síðasta leik.
Morten Ohlsen Hansen var ekki með í síðasta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur verður í banni hjá Breiðabliki gegn ÍA.
Höskuldur verður í banni hjá Breiðabliki gegn ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Uppstigningardagur er á morgun og það er heil umferð í Bestu deild karla á dagskrá. Fyrsti leikur dagsins hefst klukkan 14 á Ísafirði en þar tekur Vestri á móti Víkingi í sannkölluðum toppslag. Víkingur er í efsta sæti með 17 stig en Vestri er í öðru sæti með 16 stig.

Daði Berg Jónsson hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar það sem af er tímabili og þrívegis verið valinn í lið umferðarinnar í fyrstu átta umferðunum.

Þessi nítján ára leikmaður er hjá Vestra á láni frá Víkingi og samkvæmt heimildum Fótbolta.net verður hann í stúkunni. Vestri mun samkvæmt samkomulagi við Víking þurfa að borga 2,5 milljónir til að spila Daða í þessum leik. Vestri er ekki til í að borga þá upphæð.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var spurður að því eftir 3-1 sigurinn gegn Stjörnunni í síðustu umferð, þar sem Daði skoraði tvö mörk, hvort hann væri smeykur um að Víkingar myndu kalla Daða til baka úr láni?

„Við spáum ekkert í því. Það er bara næsti leikur og við erum að fara að spila á móti Víkingi. Það er tilhlökkun," svaraði Davíð.

Varnarmaðurinn Morten Ohlsen Hansen var ekki með Vestra í síðasta leik en ætti að snúa aftur í leikmannahópinn.

„Hann er á fæðingardeildinni með konunni sinni, á von á sínu fyrsta barni. Við óskum honum alls hins besta. Við fáum hérna fullmótaðan föður til í að taka enn meiri ábyrgð þegar hann kemur til baka," sagði Davíð eftir síðasta leik.

Þessir verða í banni í níundu umferð
Eins og áður segir er heil umferð á morgun og á fundi aganefndar í gær var staðfest hverjir taka út bann í umferðinni.

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, verður í banni gegn ÍA. Hann fékk að líta sitt fjórða gula spjald í sumar í lok leiksins gegn FH þegar hann lét Ahmad Faqa, leikmann FH, heyra það og greip í treyju hans eftir að Faqa hafði fagnað í andlit Kristins Steindórssonar, liðsfélaga Höskulds.

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, verður í banni gegn Breiðabliki þar sem hann fékk að líta tvö gul spjöld í leiknum gegn Víkingi síðasta laugardag. Hann fékk rautt eftir að hafa sparkað í vatnsbrúsa í óánægju sinni með dómgæsluna.

Arnór Ingi Kristinsson, leikmaður ÍBV, hefur fengið fjögur gul spjöld í sumar og verður í banni gegn FH á fimmtudaginn.

Finnur Tómas Pálmason, leikmaður KR, verður í leikbanni gegn Stjörnunni eftir að hafa fengið tvö gul spjöld og þar með rautt gegn Fram síðasta föstudag.

Kjartan Már Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, verður í banni gegn KR þar sem hann fékk sitt fjórða gula spjald í sumar í leiknum gegn Vestra á laugardag.

Fimmtudagur - Níunda umferð Bestu deildarinnar
14:00 Vestri-Víkingur R. (Kerecisvöllurinn)
16:15 Afturelding-Valur (Malbikstöðin að Varmá)
16:15 ÍBV-FH (Þórsvöllur Vey)
16:15 Fram-KA (Lambhagavöllurinn)
16:15 Breiðablik-ÍA (Kópavogsvöllur)
19:15 Stjarnan-KR (Samsungvöllurinn)

Fréttin hefur verið uppfærð
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner