Real Madrid skráir sig í baráttuna um Wirtz - Brentford í leit að markverði - Sane til Arsenal?
   mið 28. maí 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vangaveltur
Líkleg byrjunarlið Vestra og Víkings - Hver fyllir skarð Daða Bergs?
Við spáum því að Jeppe Pedersen færist framar og fylli skarð Daða Bergs.
Við spáum því að Jeppe Pedersen færist framar og fylli skarð Daða Bergs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tarik var keyptur til Víkings frá Vestra í síðasta sumarglugga.
Tarik var keyptur til Víkings frá Vestra í síðasta sumarglugga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cafu Phete kom inn í lið Vestra í síðasta leik, lék þá í vörninni.
Cafu Phete kom inn í lið Vestra í síðasta leik, lék þá í vörninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stígur hefur stigið upp í síðustu leikjum.
Stígur hefur stigið upp í síðustu leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Jónas og Túfa.
Gunnar Jónas og Túfa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar er algjör lykilmaður í liði Víkings.
Valdimar er algjör lykilmaður í liði Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 14:00 á morgun tekur Vestri á móti Víkingi í uppgjöri toppliðanna í Bestu deildinni. Víkingur er fyrir leikinn á toppnum, Vestri er í 2. sæti og Breiðablik er svo í 3. sæti.

Einn besti leikmaður Vestra á tímabilinu hefur verið Daði Berg Jónsson en hann er lánsmaður hjá Víkingi og spilar því að öllum líkindum ekki á morgun. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er samkomulag á milli félaganna að Daði spili ekki gegn Víkingi og þarf Vestri samkvæmt heimildum að greiða Víkingi 2,5 milljónir króna ef Daði spilar.

Fótbolti.net hefur sett saman líkleg byrjunarlið liðanna fyrir leikinn á morgun. Við byrjum á liði heimamanna.

Heimamenn endurheimta Morten Ohlsen Hansen en hann var á fæðingardeildinni síðasta laugardag. Morten hefur borið fyrirliðabandið í fjarveru Elmars Atla Garðarssonar, en Elmar Atli kom einmitt inn á í sínum fyrsta leik á tímabilinu á laugardag.

Við spáum því að Morten komi inn í þriggja miðvarða línu Vestramanna. Þar fyrir framan eru fjórir leikmenn. Anton Kralj hefur verið virkilega góður í vinstri vængbakverðinum og er með þá stöðu á lás. Hinu megin gerði Gunnar Jónas Hauksson vel í síðustu umferð þegar hann fékk tækifærið. Gunnar Jónas skoraði í sigurleiknum gegn Stjörnunni og við spáum því að hann haldi sæti sínu. Þeir Elmar Atli og Silas Songani eru líka klárir ef kallið kemur.

Á miðjunni hefur Fatai verið magnaður og er sjálfvalinn í liðið. Við spáum því að Cafu Phete, sem lék í varnarlínunni í síðasta leik, verði við hlið Fatai á miðjunni.

Við spáum því að Jeppe Pedersen, sem alla jafna spilar á miðjunni, taki sér stöðu Daða Bergs fyrir framan miðjuna, spili þá hægra megin í sóknarlínunni. Annar möguleiki er sá að Jeppe verði á miðjunni í stað Cafu og Sergine Fall byrji í sóknarlínunni. Vinstra megin er Diego Montiel sjálfvalinn og Túfa, Vladimir Tufegdzic, verður frammi. Arnór Borg Guðjohnsen hefði verið mjög líklegur kostur í sóknarlínuna í þessum leik, en hann glímir við meiðsli aftan í læri.

Þá að liði gestanna sem unnu Skagamenn, 2-1, síðasta laugardag.


Sveinn Gísli Þorkelsson fór af velli snemma leiks gegn ÍA. Við spáum því að Sölvi Geir haldi sig við sitt miðvarðapar, Gunnar Vatnahamar og Oliver Ekroth hafa verið mjög öflugir saman síðustu ár. Helgi Guðjónsson hefur gripið stöðu vinstri bakvarðar og verður hann líklega þar áfram.

Augljósa valið í hægri bakvörðinn væri kannski Davíð Örn Atlason en þar sem Vestri verður án Daða Bergs spáum við því að Víkingar verði með Tarik Ibrahimagic í bakverðinum, og verði aðeins sóknarsinnaðri.

Daníel Hafsteinsson, Valdimar Þór Ingimundarson og Gylfi Þór Sigurðsson mynda saman mjög sóknarsinnaða miðju en líklegt er að sú lína haldist. Valdimar og Gylfi verða duglegir að þrýsta sér upp í efstu línu með Nikolaj Hansen sem við spáum að halda sæti sínu. Á köntunum verða svo að öllum líkindum Stígur Diljan Þórðarson og Erlingur Agnarsson.

Bæði lið spila næst á sunnudag og Víkingur á þá stórleik gegn Breiðabliki. Vestri heimsækir KR sama dag.

Það er spurning hvort Sölvi hreyfi aðeins við liðinu, Viktor Örlygur Andrason og Matthías Vilhjálmsson eru dæmi um fjölhæfa leikmenn sem hafa sýnt að þeir geta skilað sínu þegar kallið kemur og gætu þeir komið inn í mörg hlutverk.
Athugasemdir
banner
banner