Real Madrid skráir sig í baráttuna um Wirtz - Brentford í leit að markverði - Sane til Arsenal?
   mið 28. maí 2025 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Aston Villa að landa 18 ára leikmanni Feyenoord
Mynd: EPA
Aston Villa er að ganga frá samningum við Zepiqueno Redmond en hann kemur á frálsri sölu frá hollenska félaginu Feyenoord í sumar.

Redmond er 18 ára gamall sóknarmaður sem lék sína fyrstu leiki með aðalliði Feyenoord á nýafstaðinni leiktíð.

Alls lék hann 9 leiki í öllum keppnum og skoraði tvö mörk, en hann mun yfirgefa Feyenoord þegar samningur hans rennur út í lok næsta mánaðar.

Fabrizio Romano segir hann á leið til Aston Villa og mun hann gera samning til 2029.

Villa er að fá fjölhæfan, fljótan og kraftmikinn sóknarmann sem getur spilað á báðum vængjunum og sem fremsti maður.

Redmond á 26 leiki að baki með yngri landsliðum Hollands og skorað 3 mörk.
Athugasemdir
banner