
Baldur var fyrirliði Stjörnunnar í þrjú tímabil undir stjórn Rúnars Páls en sambandið var stirt lokaárið.
Baldur Sigurðsson, sem er í dag sérfræðingur í Stúkunni á Stöð 2 Sport, er nýjasti gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í Draumaliðinu. Mývetningurinn varð á sínum ferli tvisvar sinnum Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari, og því eðlilega stundum kallaður Bikar Baldur.
Fimmta bikartitilinn vann hann árið 2018 þegar hann lék með Stjörnunni. Miðjumaðurinn var leikmaður Stjörnunnar á árunum 2016-19 og hélt í kjölfarið til FH.
Í þættinum ræddi Baldur viðskilnað sinn við Stjörnuna en hann var svekktur með Rúnar Pál Sigmundsson sem var þá þjálfari Stjörnunnar. Baldur hafði fyrr í þættinum hrósað Rúnari sem þjálfara, sagði hann betri þjálfara en margir gæfu honum kredit fyrir. Haustið 2019 vildi Rúnar fá Baldur með sér sem aðstoðarþjálfara en hann vildi halda áfram að spila. Baldur var orðaður við KA áður en hann fór svo í FH.
Fimmta bikartitilinn vann hann árið 2018 þegar hann lék með Stjörnunni. Miðjumaðurinn var leikmaður Stjörnunnar á árunum 2016-19 og hélt í kjölfarið til FH.
Í þættinum ræddi Baldur viðskilnað sinn við Stjörnuna en hann var svekktur með Rúnar Pál Sigmundsson sem var þá þjálfari Stjörnunnar. Baldur hafði fyrr í þættinum hrósað Rúnari sem þjálfara, sagði hann betri þjálfara en margir gæfu honum kredit fyrir. Haustið 2019 vildi Rúnar fá Baldur með sér sem aðstoðarþjálfara en hann vildi halda áfram að spila. Baldur var orðaður við KA áður en hann fór svo í FH.
Þetta hafði Baldur að segja um viðskilnaðinn:
„Ég var glaður að fá þetta skref til FH eftir leiðinlegan viðskilnað við Stjörnuna að ákveðnu leyti," segir Baldur.
Hann hafði haustið 2018 skrifað undir samning við Stjörnuna sem átti að gilda út tímabilið 2020.
„Ég skrifa undir tveggja ára samning en það er klásúla, ég þarf að spila einhvern ákveðinn fjölda leikja og þá framlengist samningurinn. 2019 tímabilið er frekar skrítið upp á samband okkar Rúnars að gera. Ég var búinn að vera fyrirliðinn hans 2016-18, meiðist svo og þarf að fara í aðgerð á hné 2019. Hann byrjar að nota mig minna og sambandið milli okkar verður skrítið. Ég var þrjóskur, var ekkert að fara til hans og hann var heldur ekkert að koma til mín. Mér fannst pínu erfitt, skrítið, að hann skyldi aldrei koma til mín og ræða við mig. Mér fannst hann koma fram við mig eins og hvern annan leikmann sem mér fannst ósanngjarnt, var búinn að vera fyrirliðinn hans og hann oft búinn að koma til mín og fá álit í gegnum tíðina, sambandið okkar hafði verið mjög gott. Svona gekk þetta 2019 tímabil, var frekar stirt eiginlega út allt tímabilið."
„Ég gifti mig laugardaginn 12. október, viku eftir mótið. Rúnar kemur í brúðkaupið og allt í góðu, fullt af leikmönnum úr Stjörnunni í veislunni. Á sunnudeginum fæ ég sms frá Rúnari hvort ég gæti hitt hann á fundi. Ég sagði við hann að ég kæmi á morgun. Ég var aðeins farinn að leggja saman tvo og tvo, það var þessi gluggi [til að segja upp samningi]. Á mánudeginum fer ég á fund með honum og hann segir að hann vilji fá mig sem aðstoðarþjálfara, við ræddum málin, fer kannski ekki of ítarlega í hvað við ræddum, en ég sagði honum bara að ég hefði verið ósáttur með hvernig hann hefði 'trítað' mig um sumarið. Mér fannst skrítið ef að hann ætlaði að gera mig að aðstoðarþjálfara að hafa ekki haldið betra sambandi yfir tímabilið og látið mig vaxa inn í það hlutverk."
„Ég var staðráðinn í að halda áfram, fannst ég eiga inni og segi við hann: „Get ég ekki spilað?" Hann sagði að það gæti ég allavega ekki á þessum samningi og að sá samningur sem Stjarnan myndi bjóða mér yrði ekki þannig að ég myndi vilja spila áfram - sagði eiginlega að ég gæti farið. Það var allt í góðu. Ég man að ég hugsaði þetta í viku í brúðkaupsferðinni, hvort ég myndi vilja vera aðstoðarþjálfari. Við fórum svo á fund og ég segi honum að ég sé ekki til í það, langi til að spila áfram og við bara skiljum."
„Það sem ég á við með leiðinlegan viðskilnað er það að Rúnar fer stuttu seinna í viðtal á Fótbolti.net og segir bara að ég sé ekki nógu góður leikmaður til að vera í toppklúbbi að hans mati. Mér fannst skrítið að hann þyrfti að orða það þannig. Gat hann ekki bara sagt: „Baldur er farinn, við ræddum málin, verið frábær hjá mér, fyrirliði, og því miður skildu leiðir." Ég veit ekki hvað hann var að verja einhverja ákvörðun og gagnvart hverjum. En þú þarft ekki að segja þetta. Það var ekki eins og síminn væri að hringja á fullu, hvort sem það var út af þessu, ég veit það ekki, en það var nú samt þannig að Óli Kristjáns (þjálfari FH), hringdi í mig og eiginlega fyrsta setningin var: „Hvað segirðu Baldur, ertu orðinn lélegur leikmaður?" Þetta var nánast þannig. Mér fannst þetta leiðinlegt og hefur að ákveðnu leyti haft áhrif á okkar samband eftir á. Við erum alveg fínir og ég hef tekið þátt þar sem Rúnar Páll er í aðalhlutverki, við erum faglegir, en þetta situr pínu í manni," segir Baldur.
Þess má geta að FH endaði í 2. sæti 2020, Baldur kom við sögu í 13 deildarleikjum af 18 það tímabilið.
Athugasemdir