Real Madrid skráir sig í baráttuna um Wirtz - Brentford í leit að markverði - Sane til Arsenal?
   þri 27. maí 2025 19:47
Brynjar Ingi Erluson
Damir tapaði í undanúrslitum bikarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic og félagar hans í DPMM töpuðu fyrir Lion City, 2-0, í seinni undanúrslitum í bikarkeppninni í Singapúr í dag og eru því úr leik.

DPMM tapaði fyrri leiknum á heimavelli sínu, 3-2, og var komið með bakið upp við vegg.

Damir spilaði allan leikinn þar og aftur í kvöld er liðið tapaði með tveimur mörkum gegn engu. Það er því ljóst að DPMM mun ekki leika til úrslita í ár.

Damir er samningsbundinn DPMM út tímabilið en óljóst er hvað hann mun gera eftir það. Hann kom til félagsins frá Breiðabliki eftir síðasta tímabil og spilað 20 leiki í deild- og bikar.
Athugasemdir
banner