Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   þri 27. júní 2023 11:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samsett mynd af Gísla Eyjólfs og Rodri hjá breska ríkisútvarpinu
Myndin sem má sjá á BBC í dag.
Myndin sem má sjá á BBC í dag.
Mynd: Skjáskot - BBC
Breiðablik hefur leik í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið mætir Tre Penne frá San Marínó á Kópavogsvelli.

Breiðablik tekur þátt í umspili til að komast í 1. umferð forkeppninnar og mætir Tre Penne í fyrsta leik. Það er undanúrslitaleikur. Ef Breiðablik vinnur þann leik þá fá þeir úrslitaleik gegn annað hvort Atletic Club d'Escaldes frá Andorra eða Buducnost frá Svartfjallalandi. Sigurliðið í úrslitaleiknum fer svo áfram í forkeppnina.

Það er fjallað um það á vef BBC að Meistaradeildin sé að hefjast á Íslandi í dag. „Frá Íslandi til Wembley," er fyrirsögnin.

Aðalmynd fréttarinnar á forsíðunni er myndin sem fylgir þessari frétt en það er samsett mynd af Gísla Eyjólfssyni, lykilmanni Breiðabliks, og Rodri, miðjumanni ríkjandi Evrópumeistara Manchester City. Rodri skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á nýliðnu tímabili.

Leikur Breiðabliks og Tre Penne hefst klukkan 13:00 í kvöld.
Stefna á þriðja Evrópuævintýrið í röð - „Það er svona háleita markmiðið"
Óskar Hrafn: Hef ekki upplifað að menn beri mikla virðingu fyrir okkur
Athugasemdir
banner
banner