Luke Morgan Conrad Rae (Tindastóll)
Hlaðvarpsþátturinn Ástríðan byrjaði að nýverið að velja leikmann umferðarinnar í 3. deild karla. Nú er komið að því að velja leikmann 7. umferðar deildarinnar og það er Luke Morgan Conrad Rae, framherji Tindastóls, sem er Jako Sport-leikmaður 7. umferðar. Luke skoraði þrennu gegn Elliða síðastliðinn miðvikudag og er vel að verðlaununum kominn.
Luke er tvítugur sóknarmaður sem gekk í raðir Tindastóls fyrir tímabilið og svaraði hann nokkrum spurningum frá fréttaritara í tilefni valsins.
Ungir enskir leikmenn halda sjaldan erlendis
Hvernig kemur til að þú sért að spila á Íslandi?
„Ég kom til Íslands til að bæta mig og taka næsta skref á mínum knattspyrnuferli. Það er sjaldgæft að enskur leikmaður fari frá Englandi til að taka næsta skref. Sérstaklega á það við unga leikmenn, þeir fara ekki oft erlendis. Önnur ástæða fyrir því að ég fór frá Englandi er að ég vil segja sögu um leiðangur minn," sagði Luke.
Var auðvelt að selja Luke hugmyndina þegar Sauðárkrókur kom upp?
„Um leið og ég heyrði af þessu tækifæri hugsaði ég mig ekki tvisvar um. Þetta var tækifæri sem ég varð að grípa."
Ekki slæmt að skora níu mörk í tíu leikjum
Hvað vissi Luke um Ísland áður en hann kom til landsins?
„Ég vissi lítið um landið, eiginlega ekki neitt fyrir utan að ég hafði heyrt um nokkra ferðamannastaði."
Luke hafði eftir leikinn gegn Elliða skorað níu mörk í tíu leikjum. Var auðvelt að komast inn í hlutina á Sauðárkróki?
„9 mörk í 10 leikjum er ekki svo slæmt er það nokkuð? Að aðlagast lífinu á Sauðárkróki hefur verið auðvelt og ég verð að þakka liðsfélögunum og starfsmönnum Tindastóls fyrir það. Um leið og ég kom hingað hafa allir reynt að láta mér líða eins og heima hjá mér."
Verður ekki þreyttur á útsýninu
Hvað er það sem Luke nýtur mest að gera á Sauðárkróki ef fótboltinn er tekinn út fyrir sviga?
„Ég nýt þessa að líta í kringum mig og að taka inn náttúruna og umhverfið í kring, þetta er eitthvað sem ég verð ekki leiður á. Þú færð ekki svona útsýni á Englandi og því er stórbrotið að sjá hvernig þetta er hér."
Hvað er markmið Luke fyrir sumarið, lítur hann á Tindastól sem stökkpall fyrir næsta skref á ferlinum?
„Mitt markmið er að spila í eins góðri deild og ég get. Mig hefur alltaf dreymt um að geta spilað sem atvinnumaður og á sem hæstu getustigi en auðvitað kemur það ekki sjálfkrafa. Ég lít á Tindastól sem fullkomið tækifæri fyrir mig til að halda áfram á minni vegferð og hjálpa mér í að elta drauminn. Á sama tíma er markmið mitt að gera mitt besta og hjálpa Tindastóli að komast upp um deild."
Hæðin hefur sett strik í reikninginn
Hvaðan er Luke á Englandi og með hvar hefur hann verið að spila?
„Ég er frá smáþorpinu Overton sem er ein af ástæðunum sem valda því að það hefur verið auðvelt að aðlagast hér, andrúmsloftið er svipað - allir þekkja alla og eru vinalegir. Í gegnum yngri flokkana lék ég með liðum í kringum Overton. Njósnarar hafa fylgst reglulega með mér en því miður náði ég ekki að komast inn í neitt alvöru unglingastarf. Ég er frekar lágvaxinn og það hjálpaði mér ekki."
„En það tilheyrir sögunni og þess vegna hefur árangurinn hér haft svona mikla þýðingu fyrir mig. Ég hef oft fengið neitanir vegna hæðarinnar og það hefur verið mér erfitt. Ég hef alltaf horft á mótmælið sem innspýtingu, hvatningu til að reyna láta drauminn rætast. Þetta er mitt fyrsta alvöru tímabil í fullorðinsfótbolta."
„Ég byrjaði hjá Alresford þegar ég var sextán ára. Þá spilaði ég lítið sem ekkert á fyrsta tímabili og á öðru tímabilið spilaði ég tuttugu leiki og skoraði sextán mörk. Ég fór eftir það til Blackfield & Langley þegar ég átján ára eftir að hafa verið í viðræðum við fleiri lið."
„Þegar fólk spurði mig út í þau vistaskipti sagði það við mig að þetta væri stórt skref, þú ert að fara upp um tvær deildir. Ég svaraði með brosi og spurði af hverju? Fyrir mig var þetta ekki eins og stórt skref í rauninni. Það tímabilið var ekki það besta, ekki frammistaðan heldur fólk var alltaf að spyrja af hverju ég væri ekki að byrja eða hvort ég væri meiddur. Heppnin var bara ekki með mér, frammistaðan sagði eitt en ég fékk ekki að spila mikið og það segir annað. Að því öllu sögðu þá lærði ég helling hjá báðum félögum og ég er þakklátur fyrir það."
Luke er tvítugur sóknarmaður sem gekk í raðir Tindastóls fyrir tímabilið og svaraði hann nokkrum spurningum frá fréttaritara í tilefni valsins.
Ungir enskir leikmenn halda sjaldan erlendis
Hvernig kemur til að þú sért að spila á Íslandi?
„Ég kom til Íslands til að bæta mig og taka næsta skref á mínum knattspyrnuferli. Það er sjaldgæft að enskur leikmaður fari frá Englandi til að taka næsta skref. Sérstaklega á það við unga leikmenn, þeir fara ekki oft erlendis. Önnur ástæða fyrir því að ég fór frá Englandi er að ég vil segja sögu um leiðangur minn," sagði Luke.
Var auðvelt að selja Luke hugmyndina þegar Sauðárkrókur kom upp?
„Um leið og ég heyrði af þessu tækifæri hugsaði ég mig ekki tvisvar um. Þetta var tækifæri sem ég varð að grípa."
Ekki slæmt að skora níu mörk í tíu leikjum
Hvað vissi Luke um Ísland áður en hann kom til landsins?
„Ég vissi lítið um landið, eiginlega ekki neitt fyrir utan að ég hafði heyrt um nokkra ferðamannastaði."
Luke hafði eftir leikinn gegn Elliða skorað níu mörk í tíu leikjum. Var auðvelt að komast inn í hlutina á Sauðárkróki?
„9 mörk í 10 leikjum er ekki svo slæmt er það nokkuð? Að aðlagast lífinu á Sauðárkróki hefur verið auðvelt og ég verð að þakka liðsfélögunum og starfsmönnum Tindastóls fyrir það. Um leið og ég kom hingað hafa allir reynt að láta mér líða eins og heima hjá mér."
Verður ekki þreyttur á útsýninu
Hvað er það sem Luke nýtur mest að gera á Sauðárkróki ef fótboltinn er tekinn út fyrir sviga?
„Ég nýt þessa að líta í kringum mig og að taka inn náttúruna og umhverfið í kring, þetta er eitthvað sem ég verð ekki leiður á. Þú færð ekki svona útsýni á Englandi og því er stórbrotið að sjá hvernig þetta er hér."
Hvað er markmið Luke fyrir sumarið, lítur hann á Tindastól sem stökkpall fyrir næsta skref á ferlinum?
„Mitt markmið er að spila í eins góðri deild og ég get. Mig hefur alltaf dreymt um að geta spilað sem atvinnumaður og á sem hæstu getustigi en auðvitað kemur það ekki sjálfkrafa. Ég lít á Tindastól sem fullkomið tækifæri fyrir mig til að halda áfram á minni vegferð og hjálpa mér í að elta drauminn. Á sama tíma er markmið mitt að gera mitt besta og hjálpa Tindastóli að komast upp um deild."
Hæðin hefur sett strik í reikninginn
Hvaðan er Luke á Englandi og með hvar hefur hann verið að spila?
„Ég er frá smáþorpinu Overton sem er ein af ástæðunum sem valda því að það hefur verið auðvelt að aðlagast hér, andrúmsloftið er svipað - allir þekkja alla og eru vinalegir. Í gegnum yngri flokkana lék ég með liðum í kringum Overton. Njósnarar hafa fylgst reglulega með mér en því miður náði ég ekki að komast inn í neitt alvöru unglingastarf. Ég er frekar lágvaxinn og það hjálpaði mér ekki."
„En það tilheyrir sögunni og þess vegna hefur árangurinn hér haft svona mikla þýðingu fyrir mig. Ég hef oft fengið neitanir vegna hæðarinnar og það hefur verið mér erfitt. Ég hef alltaf horft á mótmælið sem innspýtingu, hvatningu til að reyna láta drauminn rætast. Þetta er mitt fyrsta alvöru tímabil í fullorðinsfótbolta."
„Ég byrjaði hjá Alresford þegar ég var sextán ára. Þá spilaði ég lítið sem ekkert á fyrsta tímabili og á öðru tímabilið spilaði ég tuttugu leiki og skoraði sextán mörk. Ég fór eftir það til Blackfield & Langley þegar ég átján ára eftir að hafa verið í viðræðum við fleiri lið."
„Þegar fólk spurði mig út í þau vistaskipti sagði það við mig að þetta væri stórt skref, þú ert að fara upp um tvær deildir. Ég svaraði með brosi og spurði af hverju? Fyrir mig var þetta ekki eins og stórt skref í rauninni. Það tímabilið var ekki það besta, ekki frammistaðan heldur fólk var alltaf að spyrja af hverju ég væri ekki að byrja eða hvort ég væri meiddur. Heppnin var bara ekki með mér, frammistaðan sagði eitt en ég fékk ekki að spila mikið og það segir annað. Að því öllu sögðu þá lærði ég helling hjá báðum félögum og ég er þakklátur fyrir það."
Sjá einnig:
Bestur í 6. umferð - Todor Hristov (Einherji)
Lokaleikur 8. umferðar í 3. deild:
Í kvöld - 20:00 Vængir Júpiters-KFG (Fjölnisvöllur - Gervigras)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir