Todor Hristov (Einherji)
Einherji sigraði KFG á útivelli, 1-3, um síðustu helgi í 6. umferð 3. deildar karla. Todor Hristov skoraði öll þrjú mörk Einherja. Mörkin má sjá hér að neðan. Hlaðvarpsþátturinn Ástriðan valdi Todor Jako Sport-leikmann umferðarinnar í 3. deild fyrir frammistöðuna í Garðabænum. Þáttinn má hlusta á hér neðst í fréttinni og hefst umræðan eftir um 57 mínútur.
Todor kom fyrst til Íslands sumarið 2014 og lék með Víkingi Reykjavík. Frá og með tímabilinu 2015 hefur hann leikið með Einherja á Vopnafirði og verið iðinn í markaskorun. Alls hefur hann skorað sextíu mörk í 98 deildarleikjum fyrir Vopnafjarðarliðið.
„Þar [í liði Einherja] er leikmaður sem er gulls ígildi og við höfum rætt það áður, Todor Hristov, sem skorar þrjú mörk," sagði Óskar Smári Haraldsson.
„Hann setur þrennu í virkilega óvæntum og frábærum sigri Einherja," sagði Sverrir Mar Smárason.
„Hann er fljótur og hentar í svona leik þar sem þeir eru að breika og hefur fengið að láta ljós sitt skína á Samsung vellinum," bætti Óskar við.
Todor kom fyrst til Íslands sumarið 2014 og lék með Víkingi Reykjavík. Frá og með tímabilinu 2015 hefur hann leikið með Einherja á Vopnafirði og verið iðinn í markaskorun. Alls hefur hann skorað sextíu mörk í 98 deildarleikjum fyrir Vopnafjarðarliðið.
„Þar [í liði Einherja] er leikmaður sem er gulls ígildi og við höfum rætt það áður, Todor Hristov, sem skorar þrjú mörk," sagði Óskar Smári Haraldsson.
„Hann setur þrennu í virkilega óvæntum og frábærum sigri Einherja," sagði Sverrir Mar Smárason.
„Hann er fljótur og hentar í svona leik þar sem þeir eru að breika og hefur fengið að láta ljós sitt skína á Samsung vellinum," bætti Óskar við.
https://t.co/ioTAuhFEmc Mörkin úr leik KFG og Einherja um liðna helgi. Todor Hristov gerði þrennu, skoraði sitt 60mark fyrir Einherja og vann sér inn titilinn Jakó Sport leikmaður 6.umferðar í Ástríðunni #ástríðan #fotboltinet
— Ástríðan Podcast (@AstriPodcast) July 21, 2020
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir