Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
„Hún er markmaður númer eitt á Íslandi í dag“
„Við eigum að skammast okkar“
Anna María: Kannski dagsform á liðum sem sker úr um leikina
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Freyja Karín: Ákveðin drauma byrjun
Donni: Finnst við alltaf eiga séns og ég er stoltur af því
McAusland um páskafríið: Fjölskyldan miklu mikilvægari
Alli Jói: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
Bjarni: Gleði og hamingja
Alda Ólafsdóttir: Ótrúlega ánægð með fyrstu þrjú stigin
Skarphéðinn: Ógeðslega lélegt hjá okkur
Bergdís: Fannst úrslitin ekki segja nákvæmlega hvernig leikurinn spilaðist
   mán 27. júlí 2020 22:04
Sverrir Örn Einarsson
Eiður Smári: Undir okkur komið að halda hraða
Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Bara virkilega sáttur við þrjú stig og nokkuð sáttur heilt yfir með okkar leik og sérstaklega fyrri hálfleik. Þá fannst mér við stjórna leiknum og stjórna hraðanum en Grótta er þannig lið að þeir taka sér mikin tíma í allar aðgerðir þannig að það var undir okkur komið að halda hraða og tempó í og mér fannst við sérstaklega miðað við síðasta leik ná að keyra hraðan upp þokkalega.“
Sagði Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari FH um sín fyrstu viðbrögð eftir 2-1 sigur FH á Gróttu fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Grótta

Á köflum í síðari hálfleik náði Grótta að ógna marki FH verulega og uppskar jöfnunarmark eftir hornspyrnu eftir rúmlega klukkustundarleik. FH náði forystunni aftur aðeins um mínútu síðar en Grótta náði sínum upphlaupum og oftar en ekki eftir klaufamistök leikmanna FH, Fannst Eiði votta fyrir kæruleysi í leik FH?

„Nei ég vill nú ekki bendla það við kæruleysi en það er rétt yfirleitt þegar Grótta kom sér í góða stöðu þá var það vegna þess að við vorum að gefa boltann of auðveldlega frá okkur. Það hefur verið talað um það hér innan hópsins að við verðum að láta andstæðing hafa meira fyrir því að ná boltanum af okkur en sem betur fer kostaði það okkur ekkert í dag.“

Eggert Jónsson er gengin til liðs við FH eins og fram kom á dögnum og verður hann löglegur með liðinu þegar glugginn opnar þann 5.ágúst næstkomandi. Hyggja Eiður og Logi á frekari breytingar á leikmannahópnum þegar glugginn opnar?

„Það er ekkert sem liggur fyrir. Okkur fannst tækifærið að fá Eggert til okkar of stórt og of gott til að sleppa því og við erum fullir tilhlökkunar. Hann eykur breiddina og kemur með reynslu og mikið stál og sigurvilja.“

Sagði Eiður Smári en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner