Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   mán 27. júlí 2020 22:04
Sverrir Örn Einarsson
Eiður Smári: Undir okkur komið að halda hraða
Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Bara virkilega sáttur við þrjú stig og nokkuð sáttur heilt yfir með okkar leik og sérstaklega fyrri hálfleik. Þá fannst mér við stjórna leiknum og stjórna hraðanum en Grótta er þannig lið að þeir taka sér mikin tíma í allar aðgerðir þannig að það var undir okkur komið að halda hraða og tempó í og mér fannst við sérstaklega miðað við síðasta leik ná að keyra hraðan upp þokkalega.“
Sagði Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari FH um sín fyrstu viðbrögð eftir 2-1 sigur FH á Gróttu fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Grótta

Á köflum í síðari hálfleik náði Grótta að ógna marki FH verulega og uppskar jöfnunarmark eftir hornspyrnu eftir rúmlega klukkustundarleik. FH náði forystunni aftur aðeins um mínútu síðar en Grótta náði sínum upphlaupum og oftar en ekki eftir klaufamistök leikmanna FH, Fannst Eiði votta fyrir kæruleysi í leik FH?

„Nei ég vill nú ekki bendla það við kæruleysi en það er rétt yfirleitt þegar Grótta kom sér í góða stöðu þá var það vegna þess að við vorum að gefa boltann of auðveldlega frá okkur. Það hefur verið talað um það hér innan hópsins að við verðum að láta andstæðing hafa meira fyrir því að ná boltanum af okkur en sem betur fer kostaði það okkur ekkert í dag.“

Eggert Jónsson er gengin til liðs við FH eins og fram kom á dögnum og verður hann löglegur með liðinu þegar glugginn opnar þann 5.ágúst næstkomandi. Hyggja Eiður og Logi á frekari breytingar á leikmannahópnum þegar glugginn opnar?

„Það er ekkert sem liggur fyrir. Okkur fannst tækifærið að fá Eggert til okkar of stórt og of gott til að sleppa því og við erum fullir tilhlökkunar. Hann eykur breiddina og kemur með reynslu og mikið stál og sigurvilja.“

Sagði Eiður Smári en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner