Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. júlí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kári fær fimm leikmenn (Staðfest)
Kári bætir við sig fimm leikmönnum
Kári bætir við sig fimm leikmönnum
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Kári bætti við sig fimm nýjum leikmönnum á lokadegi gluggans en þar má meðal annars finna Makhtar Sangue Diop, fyrrum leikmann Kórdrengja.

Diop, sem er fæddur árið 2000, kom til Kórdrengja fyrir tveimur árum og átti að hjálpa þeim á lokasprettinum í Lengjudeildinni, en spilaði ekki leik fyrir félagið.

Hann fékk félagaskipti til Færeyja fyrir tæpum þremur vikum en er nú mættur í Kára. Það verður fróðlegt að sjá hvernig hann mun plumma sig þar.

Þrír leikmenn koma frá ÍA, þar af tveir á láni. Marteinn Theodórsson og Gabríel Þór Þórðarson eru á láni en Marteinn á 20 leiki í næst efstu deild með Víkingi Ó. og þá á hann þrjá leiki fyrir ÍA í efstu deild.

Gabríel spilaði með Kára á láni frá ÍA á síðasta tímabili og spilaði þá 20 leiki og gerði eitt mark.

Kristófer Áki Hlinason, sem er fæddur árið 2004, kemur einnig til Kára, en hann skiptir alfarið yfir í félagið eftir að hafa spilað fyrir yngri flokka ÍA.

Þá snýr Fjalar Örn Sigurðsson aftur til félagsins. Hann er uppalinn í ÍA og spilaði fimm leiki í efstu deild með liðinu árið 2012. Hann lék síðast með Njarðvík fyrir fimm árum en mætir aftur á völlinn í átökin fyrir síðari hluta mótsins.

Kári er í 9. sæti 3. deildar með 17 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner