Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   sun 27. september 2020 17:55
Benjamín Þórðarson
Arnar Gunnlaugs: Viljum ekki enda mótið eins og bjánar
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega sáttur við frammistöðuna. Við stjórnuðum þessum leik frá A-Ö og vorum virkilega flottir í dag," sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings eftir 2 - 2 jafntefli við ÍA á Akranesi í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  2 Víkingur R.

„Við fengum klaufamörk á okkur, ég á eftir að sjá fyrsta markið betur, það var eitthvað skrítið við það. Uppleggið þeirra var að veiða okkur í gildrur, bíða eftir mistökum frá okkur sem mörg lið eru farin að gera á móti okkur. Þó við séum með boltann þurfa allir leikmenn að vera varir við sig og passa upp á að mistök séu ekki gerð."

Víkingar glíma við meiðsli og leikbönn og áttu erfitt með að ná í hóp en Sölvi Geir Ottesen spilaði leikinn þrátt fyrir að vera ekki alveg heill. Liðið spilaði samt vel þrátt fyrir þessi áföll.

„Kristall sem er vanalega miðjumaður var frammi, 1,50 á hæð. Það var virkilega gaman að sjá hann klást við Marcus sem er 2,20. Við færðum til í stöðum og vorum kraftmiklir. Við viljum ekki endað mótið eins og bjánar og viljum berjast fyrir klúbbinn okkar."

Nánar er rætt við Arnar í sjónvarpinu hér að ofan. Hann talar þar um að hann ætli sér að styrkja liðið í vetur.

„Við ætlum að reyna að herja á okkar takmörk eins fljótt og hægt er og vera tilbúnir. Annað hvort ferðu út í horn og grenjar eftir svona tímabil eða hysjar upp buxurnar."
Athugasemdir