Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   sun 27. september 2020 17:55
Benjamín Þórðarson
Arnar Gunnlaugs: Viljum ekki enda mótið eins og bjánar
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega sáttur við frammistöðuna. Við stjórnuðum þessum leik frá A-Ö og vorum virkilega flottir í dag," sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings eftir 2 - 2 jafntefli við ÍA á Akranesi í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  2 Víkingur R.

„Við fengum klaufamörk á okkur, ég á eftir að sjá fyrsta markið betur, það var eitthvað skrítið við það. Uppleggið þeirra var að veiða okkur í gildrur, bíða eftir mistökum frá okkur sem mörg lið eru farin að gera á móti okkur. Þó við séum með boltann þurfa allir leikmenn að vera varir við sig og passa upp á að mistök séu ekki gerð."

Víkingar glíma við meiðsli og leikbönn og áttu erfitt með að ná í hóp en Sölvi Geir Ottesen spilaði leikinn þrátt fyrir að vera ekki alveg heill. Liðið spilaði samt vel þrátt fyrir þessi áföll.

„Kristall sem er vanalega miðjumaður var frammi, 1,50 á hæð. Það var virkilega gaman að sjá hann klást við Marcus sem er 2,20. Við færðum til í stöðum og vorum kraftmiklir. Við viljum ekki endað mótið eins og bjánar og viljum berjast fyrir klúbbinn okkar."

Nánar er rætt við Arnar í sjónvarpinu hér að ofan. Hann talar þar um að hann ætli sér að styrkja liðið í vetur.

„Við ætlum að reyna að herja á okkar takmörk eins fljótt og hægt er og vera tilbúnir. Annað hvort ferðu út í horn og grenjar eftir svona tímabil eða hysjar upp buxurnar."
Athugasemdir
banner