Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   sun 27. september 2020 17:55
Benjamín Þórðarson
Arnar Gunnlaugs: Viljum ekki enda mótið eins og bjánar
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega sáttur við frammistöðuna. Við stjórnuðum þessum leik frá A-Ö og vorum virkilega flottir í dag," sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings eftir 2 - 2 jafntefli við ÍA á Akranesi í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  2 Víkingur R.

„Við fengum klaufamörk á okkur, ég á eftir að sjá fyrsta markið betur, það var eitthvað skrítið við það. Uppleggið þeirra var að veiða okkur í gildrur, bíða eftir mistökum frá okkur sem mörg lið eru farin að gera á móti okkur. Þó við séum með boltann þurfa allir leikmenn að vera varir við sig og passa upp á að mistök séu ekki gerð."

Víkingar glíma við meiðsli og leikbönn og áttu erfitt með að ná í hóp en Sölvi Geir Ottesen spilaði leikinn þrátt fyrir að vera ekki alveg heill. Liðið spilaði samt vel þrátt fyrir þessi áföll.

„Kristall sem er vanalega miðjumaður var frammi, 1,50 á hæð. Það var virkilega gaman að sjá hann klást við Marcus sem er 2,20. Við færðum til í stöðum og vorum kraftmiklir. Við viljum ekki endað mótið eins og bjánar og viljum berjast fyrir klúbbinn okkar."

Nánar er rætt við Arnar í sjónvarpinu hér að ofan. Hann talar þar um að hann ætli sér að styrkja liðið í vetur.

„Við ætlum að reyna að herja á okkar takmörk eins fljótt og hægt er og vera tilbúnir. Annað hvort ferðu út í horn og grenjar eftir svona tímabil eða hysjar upp buxurnar."
Athugasemdir
banner
banner