Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   sun 27. september 2020 17:55
Benjamín Þórðarson
Arnar Gunnlaugs: Viljum ekki enda mótið eins og bjánar
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega sáttur við frammistöðuna. Við stjórnuðum þessum leik frá A-Ö og vorum virkilega flottir í dag," sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings eftir 2 - 2 jafntefli við ÍA á Akranesi í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  2 Víkingur R.

„Við fengum klaufamörk á okkur, ég á eftir að sjá fyrsta markið betur, það var eitthvað skrítið við það. Uppleggið þeirra var að veiða okkur í gildrur, bíða eftir mistökum frá okkur sem mörg lið eru farin að gera á móti okkur. Þó við séum með boltann þurfa allir leikmenn að vera varir við sig og passa upp á að mistök séu ekki gerð."

Víkingar glíma við meiðsli og leikbönn og áttu erfitt með að ná í hóp en Sölvi Geir Ottesen spilaði leikinn þrátt fyrir að vera ekki alveg heill. Liðið spilaði samt vel þrátt fyrir þessi áföll.

„Kristall sem er vanalega miðjumaður var frammi, 1,50 á hæð. Það var virkilega gaman að sjá hann klást við Marcus sem er 2,20. Við færðum til í stöðum og vorum kraftmiklir. Við viljum ekki endað mótið eins og bjánar og viljum berjast fyrir klúbbinn okkar."

Nánar er rætt við Arnar í sjónvarpinu hér að ofan. Hann talar þar um að hann ætli sér að styrkja liðið í vetur.

„Við ætlum að reyna að herja á okkar takmörk eins fljótt og hægt er og vera tilbúnir. Annað hvort ferðu út í horn og grenjar eftir svona tímabil eða hysjar upp buxurnar."
Athugasemdir