Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   sun 27. september 2020 17:21
Sverrir Örn Einarsson
Hemmi Hreiðars: Hefur verið rosa stemming
Hermann Hreiðarsson þjálfari Þróttar V.
Hermann Hreiðarsson þjálfari Þróttar V.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Vogum færist nær þeim möguleika að spila í Lengjudeildinni að ári eftir sigur liðsins á toppliði Kórdrengja í 2.deild karla í dag.
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Andri Jónasson Þrótturum yfir með marki eftir hornspyrnu sem reyndist sigurmarkið,

Lestu um leikinn: Þróttur V. 1 -  0 Kórdrengir

„Hrikalega sæt og verðskulduð.“
Sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Þróttar um stigin þrjú sem komu í hús í dag og bætti svo við. „Strákarnir stóðu sig alveg hrikalega vel og það var rosa fókus í 90 mínútur og vinnslan, við gáfum þeim ekki sekúndu frið og komum þeim í vesen.“

Mikil og góð stemming var á Vogaídýfuvellinum í dag og voru áhorfendur vel með á nótunum í stúkunni og mikil stemming í bæjarfélaginu fyrir liðinu almennt.

„Það er það svo sannarlega og hefur verið rosa stemming alveg síðan ég kom hingað. Það er frábært fólk að vinna með, flott aðstaða og allt til fyrirmyndar. Eins og sést þá er stemming og hún byrjar í klefanum og smitar vel út frá sér og menn eru að skila sínu og hafa virkilega gaman að því. “

Þróttur situr í 2.sæti deildarinnar að lokinni þessari umferð með 40 en talvert betri markatölu en liðin í kringum sig, Það má því segja að Þróttarar hafi örlögin í höndum sér.

„Já það er nú langt síðan við byrjuðum að segja jæja þetta er úrslitaleikur. Það má eiginlega ekkert misstíga sig og við höfum staðist hvern úrslitaleikinn á fætur öðrum en það er full eftir. Það eru 9 stig eftir. Við vitum það að við getum unnið alla en við verðum að vera á tánum, vel á tánum“

Sagði Hermann en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner