Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 27. september 2020 17:21
Sverrir Örn Einarsson
Hemmi Hreiðars: Hefur verið rosa stemming
Hermann Hreiðarsson þjálfari Þróttar V.
Hermann Hreiðarsson þjálfari Þróttar V.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Vogum færist nær þeim möguleika að spila í Lengjudeildinni að ári eftir sigur liðsins á toppliði Kórdrengja í 2.deild karla í dag.
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Andri Jónasson Þrótturum yfir með marki eftir hornspyrnu sem reyndist sigurmarkið,

Lestu um leikinn: Þróttur V. 1 -  0 Kórdrengir

„Hrikalega sæt og verðskulduð.“
Sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Þróttar um stigin þrjú sem komu í hús í dag og bætti svo við. „Strákarnir stóðu sig alveg hrikalega vel og það var rosa fókus í 90 mínútur og vinnslan, við gáfum þeim ekki sekúndu frið og komum þeim í vesen.“

Mikil og góð stemming var á Vogaídýfuvellinum í dag og voru áhorfendur vel með á nótunum í stúkunni og mikil stemming í bæjarfélaginu fyrir liðinu almennt.

„Það er það svo sannarlega og hefur verið rosa stemming alveg síðan ég kom hingað. Það er frábært fólk að vinna með, flott aðstaða og allt til fyrirmyndar. Eins og sést þá er stemming og hún byrjar í klefanum og smitar vel út frá sér og menn eru að skila sínu og hafa virkilega gaman að því. “

Þróttur situr í 2.sæti deildarinnar að lokinni þessari umferð með 40 en talvert betri markatölu en liðin í kringum sig, Það má því segja að Þróttarar hafi örlögin í höndum sér.

„Já það er nú langt síðan við byrjuðum að segja jæja þetta er úrslitaleikur. Það má eiginlega ekkert misstíga sig og við höfum staðist hvern úrslitaleikinn á fætur öðrum en það er full eftir. Það eru 9 stig eftir. Við vitum það að við getum unnið alla en við verðum að vera á tánum, vel á tánum“

Sagði Hermann en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner