Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   sun 27. september 2020 17:21
Sverrir Örn Einarsson
Hemmi Hreiðars: Hefur verið rosa stemming
Hermann Hreiðarsson þjálfari Þróttar V.
Hermann Hreiðarsson þjálfari Þróttar V.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Vogum færist nær þeim möguleika að spila í Lengjudeildinni að ári eftir sigur liðsins á toppliði Kórdrengja í 2.deild karla í dag.
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Andri Jónasson Þrótturum yfir með marki eftir hornspyrnu sem reyndist sigurmarkið,

Lestu um leikinn: Þróttur V. 1 -  0 Kórdrengir

„Hrikalega sæt og verðskulduð.“
Sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Þróttar um stigin þrjú sem komu í hús í dag og bætti svo við. „Strákarnir stóðu sig alveg hrikalega vel og það var rosa fókus í 90 mínútur og vinnslan, við gáfum þeim ekki sekúndu frið og komum þeim í vesen.“

Mikil og góð stemming var á Vogaídýfuvellinum í dag og voru áhorfendur vel með á nótunum í stúkunni og mikil stemming í bæjarfélaginu fyrir liðinu almennt.

„Það er það svo sannarlega og hefur verið rosa stemming alveg síðan ég kom hingað. Það er frábært fólk að vinna með, flott aðstaða og allt til fyrirmyndar. Eins og sést þá er stemming og hún byrjar í klefanum og smitar vel út frá sér og menn eru að skila sínu og hafa virkilega gaman að því. “

Þróttur situr í 2.sæti deildarinnar að lokinni þessari umferð með 40 en talvert betri markatölu en liðin í kringum sig, Það má því segja að Þróttarar hafi örlögin í höndum sér.

„Já það er nú langt síðan við byrjuðum að segja jæja þetta er úrslitaleikur. Það má eiginlega ekkert misstíga sig og við höfum staðist hvern úrslitaleikinn á fætur öðrum en það er full eftir. Það eru 9 stig eftir. Við vitum það að við getum unnið alla en við verðum að vera á tánum, vel á tánum“

Sagði Hermann en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner