Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. september 2021 09:45
Elvar Geir Magnússon
Gary Neville: Ekki góður liðsbragur á Man Utd
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Gary Neville segir að Manchester United sé ekki með nægilega vel samsett lið til að vinna ensku úrvalsdeildina.

„Ég talaði um það þegar þeir voru að vinna og þegar Cristiano Ronaldo var að skora að liðið sé ekki að spila nægilega vel til að geta unnið deildina. Þeir spila ekki nægilega vel sem lið," segir Neville.

„Þú þarft að vera sem ein heild bæði í vörn og sókn. Þegar þú nærð bara nokkrum rispum í leikjum þá koma leikir þar sem þetta fellur ekki með þér."

Neville segir að leikstíll liðsins sé óljós.

„Þú þarft ákveðinn leikstíl en eins og liðið er núna þá er þetta hópur af einstaklingum sem eru stundum að ná sér á strik og ná upp köflum. En það eru margir sem eru að spila saman í fyrsta sinn en þeir þurfa að ná saman og finna rétta leikstílinn. Þá fara úrslitin að koma."

„Ég horfi á Chelsea, Liverpool og Man City, þar er miklu meiri liðsbragur. Ég er ekki að segja að United skili aldrei liðsframmistöðu en þetta er eitthvað sem Ole Gunnar Solskjær þarf að fá fram hjá sínu liði. Eins og staðan er núna þá finnst mér United vera lið sem vinnur leiki með því að eiga rispur í leikjum," segir Gary Neville.


Athugasemdir
banner
banner
banner