Heimild: Vísir
„Það er verið að vinna í þessu. Við erum að skoða málin og ætlum að reyna að hafa þetta klárt mjög fljótlega," segir Valdimar Svavarsson, formaður FH í samtali við Vísi þegar hann er spurður út í þjálfaramál.
Er áhugi fyrir því að halda samstarfinu við Ólaf Jóhannesson áfram?
„Við tjáum okkur ekki um það. Það eru umræður í gangi og auðvitað hlýtur núverandi þjálfari að vera einn af fyrstu möguleikunum okkar."
Er áhugi fyrir því að halda samstarfinu við Ólaf Jóhannesson áfram?
„Við tjáum okkur ekki um það. Það eru umræður í gangi og auðvitað hlýtur núverandi þjálfari að vera einn af fyrstu möguleikunum okkar."
Ólafur tók við FH í júní eftir að Logi Ólafsson var látinn fara. Ólafur samdi við FH út tímabilið og sagði að staðan yrði svo tekin að tímabilinu loknu.
Ýmsar sögur hafa verið í gangi, meðal annars um að Ólafur vilji fá Sigurbjörn Hreiðarsson sem aðstoðarmann sinn.
Þá hefur sú saga einnig verið í gangi að Ólafur gæti tekið við Stjörnunni að nýju. Hann var þjálfari liðsins ásamt Rúnari Páli Sigmundssyni á síðasta ári.
Þorvaldur Örlygsson tók við Garðabæjarliðinu eftir að Rúnar Páll hætti í byrjun tímabils en óvíst er hvort hann verði áfram.
Athugasemdir