Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
   mán 27. september 2021 13:11
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Hættir Óli Jó hjá FH? - Orðaður við Stjörnuna
Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það er verið að vinna í þessu. Við erum að skoða málin og ætlum að reyna að hafa þetta klárt mjög fljótlega," segir Valdimar Svavarsson, formaður FH í samtali við Vísi þegar hann er spurður út í þjálfaramál.

Er áhugi fyrir því að halda samstarfinu við Ólaf Jóhannesson áfram?

„Við tjáum okkur ekki um það. Það eru umræður í gangi og auðvitað hlýtur núverandi þjálfari að vera einn af fyrstu möguleikunum okkar."

Ólafur tók við FH í júní eftir að Logi Ólafsson var látinn fara. Ólafur samdi við FH út tímabilið og sagði að staðan yrði svo tekin að tímabilinu loknu.

Ýmsar sögur hafa verið í gangi, meðal annars um að Ólafur vilji fá Sigurbjörn Hreiðarsson sem aðstoðarmann sinn.

Þá hefur sú saga einnig verið í gangi að Ólafur gæti tekið við Stjörnunni að nýju. Hann var þjálfari liðsins ásamt Rúnari Páli Sigmundssyni á síðasta ári.

Þorvaldur Örlygsson tók við Garðabæjarliðinu eftir að Rúnar Páll hætti í byrjun tímabils en óvíst er hvort hann verði áfram.
Athugasemdir
banner
banner