Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 27. október 2021 18:17
Brynjar Ingi Erluson
Luka Jagacic tekur við Reyni S. (Staðfest)
Luka Jagacic er nýr þjálfari Reynis
Luka Jagacic er nýr þjálfari Reynis
Mynd: Heimasíða Reynis Sandgerði
Luka Jagacic er nýr þjálfari Reynis Sandgerði en hann gerði tveggja ára samning við félagið í dag.

Jagacic er 31 árs gamall Króati sem kom hingað til lands árið 2013 og lék með bæði Selfoss og Njarðvík í 1. deildinni.

Hann gekk til liðs við Reyni Sandgerði árið 2019 en var ekki með liðinu sama ár eftir að hafa rifið liðþófa. Luka tók við sem aðstoðarþjálfari liðsins í kjölfarið og hefur nú verið ráðinn aðalþjálfari Reynis til næstu tveggja ára.

Luka er með UEFA B-réttindi og er á lokasprettinum með að klára A-réttindin.

„Ég er mjög ánægður og spenntur fyrir þessari áskorun. Ég hef trú á sjálfum mér og liðinu og veit að við munum eiga frábært tímabil saman," sagði Luka við undirskrift.

Reynismenn höfnuðu í 7. sæti í 2. deildinni á nýafstöðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner