Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   lau 27. nóvember 2021 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Annar sigur Xavi sem þjálfari Barcelona
Barcelona fór með sigur af hólmi gegn Villarreal.
Barcelona fór með sigur af hólmi gegn Villarreal.
Mynd: EPA
Xavi er að hefja vegferð sína sem þjálfari Barcelona.
Xavi er að hefja vegferð sína sem þjálfari Barcelona.
Mynd: EPA
Barcelona er að fara ágætlega af stað undir stjórn Xavi. Þeir byrjuðu á því að leggja nágrannana í Espanyol að velli, gerðu markalaust jafntefli við Benfica og náðu svo í sigur í kvöld.

Börsungar heimsóttu Villarreal og komust þar yfir þegar hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong skoraði á upphafsmínútum seinni hálfleiks.

Kantmaðurinn Samu Chukweze jafnaði metin fyrir heimamenn, en Barcelona endaði leikinn frábærlega og tókst að landa góðum sigri. Memphis Depay og Philippe Coutinho skoruðu mörkin sem skildu liðin að.

Barcelona er með 23 stig í sjöunda sæti, sjö stigum á eftir toppliði Real Madrid. Madrídingar eiga leik til góða. Villarreal er í 12. sæti með 16 stig.

Valencia gerði jafntefli við Rayo Vallecano, Mallorca og Getafe skildu jöfn og Celta Vigo náði að landa sigri gegn Alaves þar sem Iago Aspas skoraði sigurmarkið eftir að klúðrað vítaspyrnu.

Alaves 1 - 2 Celta
0-1 Santi Mina ('11 )
1-1 Joselu ('21 )
1-2 Iago Aspas ('70 )
1-2 Iago Aspas ('70 , Misnotað víti)

Mallorca 0 - 0 Getafe

Valencia 1 - 1 Rayo Vallecano
1-0 Carlos Soler ('19 , víti)
1-1 Isi Palazon ('64 )

Villarreal 1 - 3 Barcelona
0-1 Frenkie de Jong ('48 )
1-1 Samuel Chimerenka Chukweze ('76 )
1-2 Memphis Depay ('88 )
1-3 Philippe Coutinho ('90 , víti)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Espanyol 4 3 1 0 8 5 +3 10
4 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 4 0 1 3 4 9 -5 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner