
Atiba Hutchinson spilaði fyrstu 72 mínúturnar í tapi Kanada gegn Króatíu á HM í dag.
Hutchinson fékk högg á nefið í leiknum og byrjaði að fossa út blóð svo hann þurfti að fara af velli til að stöðva blæðinguna.
Blóðið hélt áfram að leka í gegnum allan pappír en sem betur fer var læknateymið með aðra lausn á þessu vandamáli.
Hutchinson smellti því túrtappa í nefið á sér og hljóp aftur inn á völlinn til að reyna að forða Kanada frá tapi.
Athugasemdir