Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 27. nóvember 2023 11:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir búinn að tala við Greenwood - „Liggur undir feldi"
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson hefur rætt við Mason Greenwood, sóknarmann Getafe á Spáni, um að spila fyrir landslið Jamaíku. Hann sagði frá þessu í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.

Greenwood var handtekinn á síðasta ári eftir að kærasta hans, Harriet Robson, deildi myndum af áverkum sínum sem hún sagði vera af hendi Greenwood og hljóðupptöku þar sem hann reynir að þvinga hana til kynlífs.

Málið var látið niður falla í febrúar en hann átti þrátt fyrir það ekki afturkvæmt í hópinn hjá Manchester United og var því lánaður til Getafe á Spáni út þetta tímabil.

Greenwood var á sínum tíma ein mesta vonarstjarna fótboltans en hann á ættir að rekja til Jamaíku. Hann lék á sínum tíma einn A-landsleik fyrir England en sá leikur var gegn Íslandi á Laugardalsvelli. Hann er núna sagður skoða það að spila fyrir Jamaíku en Heimir er þar landsliðsþjálfari.

„Ég hef bara sagt að ef hann vill koma, þá hef ég ekkert á móti því. Eins og allir þjálfarar þá vil ég vera með bestu leikmennina í liðinu mínu. Svo er það bara annarra að taka ákvörðun með það," sagði Heimir og bætti við: „Ég hef heyrt í honum, já. Ég myndi segja að hann sé að skoða þetta, liggur undir feldi."

Það eru margir leikmenn á Englandi sem eiga ættir að rekja til Jamaíku og hefur til að mynda Tyrick Mitchell, bakvörður Crystal Palace, verið orðaður við Heimi og lærisveina hans. Heimir segir að alls konar leiðir séu skoðaðar til að finna leikmenn sem geta spilað fyrir landslið Jamaíku.

„Þetta er bresk nýlenda og það fóru ansi margir í verkamannavinnu til Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada eftir heimsstyrjöldina. Það eru ansi margir afkomendur þeirra sem eru að spila og hafa alist upp í akademíum í Bretlandi. Þeir telja sig vera Jamaíkumenn þó þeir hafi fæðst í Bretlandi eða í Bandaríkjunum," segir Heimir.

„Við erum búnir að nýta okkur ýmislegt til að skoða þetta. Það eru samt alltaf að verða til betri og meiri upplýsingar um leikmenn. Þetta er líka komið inn í ákveðin tölvuforrit sem hægt er tengja sig við."
Útvarpsþátturinn - Heimir Hallgríms gestur
Athugasemdir
banner
banner
banner