banner
   þri 28. janúar 2020 23:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ráðist að heimili Ed Woodward
Ed Woodward.
Ed Woodward.
Mynd: Getty Images
Ráðist var að heimili Ed Woodward, framkvæmdastjóra Manchester United, í kvöld.

Woodward er ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum United og það sama má segja um eigendurna Glazer-fjölskylduna.

Í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum í kvöld má sjá er blysum er hent í átt að húsi hans. Við myndbandið, sem Snapchat-myndband, er skrifað: „Ed Woodward mun deyja."

Ekki er vitað hvort að Woodward og fjölskylda hans hafi verið í húsinu þegar atburðarrásin átti sér stað.

„Woodward er giftur með tvö ung börn," skrifar Simon Stone, blaðamaður BBC, á Twitter.

Manchester United hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í henni segir að þeir sem verði dæmdir sekir í málinu verði sendir í lífstíðarbann frá félaginu og verði mögulega ákærðir.

„Það er einfaldlega engin afsökun fyrir þessu," sagði í yfirlýsingunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner