Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. janúar 2021 09:00
Magnús Már Einarsson
Pogba skoðar framtíðina - Alli vill fara til PSG
Powerade
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Dele Alli
Dele Alli
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn lokar á mánudaginn. Kíkjum á slúður dagsins!



Paul Pogba (27) miðjumaður Manchester United ætlar að ræða um framtíð sína hjá félaginu eftir tímabil. (Mail)

Billy Gilmour (19) miðjumaður Chelsea er á leið á lán út tímabilið til auka möguleikana á spiltíma með skoska landsliðinu á EM í sumar. (Telegraph)

Dele Alli (24) vill ganga í raðir PSG en Daniel Levy, formaður PSG, vill ekki láta hann fara. (ESPN)

Ef Alli fer þá gæti Totteham fengið Florian Neuhaus (23) frá Gladbach. (Mirror)

Tottenham er að skoða Nikola Maksimovic (29) miðvörð Napoli. (Sun)

Juventus ætlar að hefja viðræður við Lyon um að fá miðjumanninn Houssem Aouar (22) í sumar. Aouar hefur verið á óskalista Arsenal. (Sky Sport)

Mónakó hefur áhuga á að fá Lucas Torreira á láni. Torreira (24) er í dag í láni hjá Atletico Madrid frá Arsenal. (AS)

PSG hefur sýnt vanvirðingu með því að reyna að fá Lionel Messi (33) frá Barcelona. Þetta segir Joan Laporta, forsetaframbjóðandi hjá Barcelona, en hann hefur hótað að lögsækja PSG. (Goal)

Galatasaray vill fá DeAndre Yedlin (27) frá Newcastle. (ESPN)

Thomas Tuchel ætlar að fá aðstoðarmenn sína Arno Michels og Zsolt Low með til Chelsea. (London Evening Standard)

West Ham ætlar að bjóða David Moyes (57) nýjan samning eftir gott gengi á tímabilinu. (Mail)

Manchester United ætlar ekki að gera harða atlögu að því að fá Sergio Ramos (34) þegar samningur hans hjá Real Madrid rennur út í sumar. (Sun)

Nottingham Forest er að reyna að fá framherjann Glenn Murray (37) sem er í dag í láni hjá Watford frá Brighton. (Mirror)

Wigan gæti fengið nýja eigendur á næstunni en fjárfestingahópur sem er leiddur áfram af Darron Gibson (33) fyrrum leikmanni Manchester United, vill kaupa félagið. Gibson er sjálfur á mála hjá Salford í ensku D-deildinni í dag. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner