Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. janúar 2023 15:05
Aksentije Milisic
Heimild: Bold.dk 
Býst við að klára tímabilið í Danmörku - „Gæti breyst hratt"
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Aron Elís Þrándarson, leikmaður OB Odense í Danmörku, býst við því að hann muni klára tímabilið með liðinu en hann verður samningslaus næsta sumar.


Aron var í viðtali við bold.dk þar sem hann fór yfir málin en hann tók þátt í æfingaleik gegn Midtjylland í gær.

Ef OB vill fá pening fyrir Aron þá verður félagið að selja hann í glugganum. Ef ekki þá getur hann farið á frjálsri sölu í sumar.

„Ég veit það ekki, ef ég á að vera hreinskilinn. Eins og staðan er núna, þá býst ég við að klára tímabilið hérna en það getur breyst fljótt," sagði Aron.

„Ég mun berjast eins mikið og ég get fyrir liðið, svo lengi sem ég er leikmaður OB. Ef það kemur eitthvað á borðið, þá mun ég skoða það."

„Það er fínt að vera leikmaður OB núna. Ég vil hjálpa liðinu að ná topp 6."

Norska liðið Brann er sagt hafa áhuga á Aroni ásamt fleiri liðum en Aron segir að þetta séu einungis sögusagnir.

„Þetta eru bara orðrómar, ég ætla ekki að tjá mig neitt um það," svaraði Aron.

Aron á að baki 82 leiki fyrir OB og því stefnir margt í það eins og er, að leikirnir verði fleiri. Danska deildin hefst aftur þann 17. febrúar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner