Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 28. febrúar 2024 11:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liðin sem við getum mætt í undankeppninni - Örugg í umspil
Icelandair
Ísland hélt sér í A-deildinni í gær.
Ísland hélt sér í A-deildinni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frábær sigur á Serbíu.
Frábær sigur á Serbíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næsta undankeppni verður spennandi.
Næsta undankeppni verður spennandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, ánægð eftir sigurinn í gær.
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, ánægð eftir sigurinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann 2-1 dramatískan sigur á Serbíu í gær og hélt sér þannig í A-deild Þjóðadeildarinnar. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir liðið sem á þannig meiri möguleika á því að komast inn á næsta stórmót sem er Evrópumótið 2025. Það verður haldið í Sviss.

Þetta var fyrsta útgáfan af Þjóðadeild kvenna en með innkomu hennar verður næsta undankeppni svolítið öðruvísi. Það verður ekki hefðbundin undankeppni, heldur verður hún með Þjóðadeildabragi, ef svo má að orði komast.

Með því að vera áfram í A-deild erum við allavega örugg í umspil fyrir næsta stórmót en við eigum þá líka möguleika á að komast beint inn á Evrópumótið. Ef við hefðum fallið í B-deild þá hefði það ekki verið raunin.

Við förum í A-deild undankeppninnar og mætum öðrum liðum úr þeirri deild í riðlakeppni. Það verða erfiðari leikir en möguleikarnir okkar verða betri.

Liðin í fyrsta og öðru sæti í sínum riðlum í A-deild komast beint á EM en liðin átta í þriðja og fjórða sæti mæta átta bestu liðunum úr C-deild í umspili. Sex bestu liðin úr B-deild fara einnig í umspil við sex næstbestu liðin úr B-deild. Það komast svo sex lið áfram þar og átta lið áfram úr A- og C-deild. Fjórtán lið munu því leika í sjö einvígum í umspili um sæti á EM en Sviss kemst beint á mótið sem gestgjafi.

Það verður dregið í undankeppni EM í næstu viku, 5. mars. Ísland verður þar í þriðja styrkleikaflokki í A-deild eftir sigurinn í gær.

1. styrkleikaflokkur
Frakkland
Spánn
Þýskaland
Holland

2. styrkleikaflokkur
England
Danmörk
Ítalía
Austurríki

3. styrkleikaflokkur
Ísland
Belgía
Svíþjóð*
Noregur

4. styrkleikaflokkur
Írland
Finnland
Pólland
Tékkland

*Svíþjóð á eftir að klára einvígi sitt gegn Bosníu en er með 5-0 forystu eftir fyrri leikinn.

Það verður gaman að sjá í hvernig riðli Ísland verður en riðlakeppnin hefst í apríl og klárast í júlí. Þá kemur í ljós hvort Ísland fer beint á EM eða fer í umspil. Fyrri umferð umspilsins verður leikin seint í október og seinni umferðin verður svo spiluð í lok nóvember og byrjun desember.

Dregið í undankeppni EM:
5. mars 2024

Leikdagar í undankeppni EM:
Leikdagar eitt & tvö: 3. - 9. apríl
Leikdagar þrjú & fjögur: 29. maí - 4. júní
Leikdagar fimm & sex: 10. - 16. júlí
Umspil eitt: 23. - 29. október
Umspil tvö: 27. nóvember - 3. desember
Athugasemdir
banner
banner