banner
   sun 28. apríl 2019 19:16
Ívan Guðjón Baldursson
Kristófer Reyes í Víking Ó. (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík var að bæta við sig leikmanni fyrir komandi átök Inkasso-deildarinnar í sumar. Hann heitir Kristófer Jacobson Reyes og er uppalinn á Ólafsvík.

Kristófer er fæddur 1997 og var fastamaður í byrjunarliði Fram síðasta sumar. í heildina á hann 38 keppnisleiki að baki fyrir Fram og 7 fyrir Víking Ó.

Kristófer spilar sem varnarmaður og á ættir að rekja til Filippseyja. Hann hefur æft með landsliði Filippseyja og var á mála hjá taílenska úrvalsdeildarfélaginu Ratchaburi Mitr Phol í vetur.

Ljóst er að Kristófer er góður liðsstyrkur fyrir sumarið er Víkingar reyna að komast aftur upp í deild þeirra bestu.
Athugasemdir
banner
banner
banner