PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fótboltamenn sameina krafta sína í tónlistarheiminum
Sumarsmellurinn í ár?
Sumarsmellurinn í ár?
Mynd: HubbaBubba
Það virðist vera æ algengara að íslenskir fótboltamenn spreyti sig á öðrum vígstöðvum og þá sérstaklega í tónlistinni.

Fótboltamennirnir geðugu Logi Tómasson, Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason lögðu takkaskóna til hliðar í skamma stund og leiddu saman hesta sína í tónlistarstúdíóinu. Útkoman varð dansvænt popplag sem kitlar danstaugar landsmanna.

Sumarsmellurinn HubbaBubba leit dagsins ljós í dag og er lagið samstarfsverkefni þeirra þriggja.

„Okkar helstu hughrif koma úr íslenskri náttúru og þjóðlífi. Ég rölti Álafosskvosina upp og niður margoft áður en textinn kom til mín, tónlistarandinn svífur yfir Álafossinum. Tónlistin endurspeglar tíðarandann, nú er sumar, nú er stemning, og þá á dansvænt popp vel við,“ sagði Eyþór Aron, annar meðlimur diskótvíeykisins HubbaBubba.

„Við erum miklir HubbaBubba menn og fannst þetta nafn eiga vel við. Vonandi erum við þó meira en einungis jórturleður þó gott sé,“ bætti Eyþór við þegar hann var spurður út í nafnið á diskótvíeykinu.

Fyrir áhugasama þá má nálgast lagið á helstu streymisveitum. Hér má nálgast lagið á Spotify.


Athugasemdir
banner
banner
banner