Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   mið 28. júlí 2021 21:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andri Hjörvar: Þær misstu aldrei trúna
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA og Breiðablik skildu jöfn 2-2 á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld. Arna Sif jafnaði metin fyrir Þór/KA á loka sekúndum leiksins. Andri Hjörvar Albertsson þjálfari Þór/KA var gríðarlega stoltur af sínu liði í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  2 Breiðablik

„Ég er fyrst og fremst gríðarlega stoltur og ánægður með stelpurnar í þessum leik, þær vildu þetta stig svo sannarlega og fengu það svo í lokin með æðislegri vinnusemi og baráttu, þær misstu aldrei trúna. Ég er virkilega ánægður með gott stig í dag."

Andri var ánægður með spilamennsku liðsins, sérstaklega í síðari hálfleik.

„Við vissum að við þurftum kannski að fara betur í grunnatriði spilamennskunar og það virkaði vel í seinni hálfleik, við áttum mjög góðan seinni hálfleik og það er rétt hjá þér, að lenda undir gegn Breiðablik er erfitt og hvað þá tvisvar og koma til baka í bæði skiptin. Eins og ég segi er ég gríðarlega ánægður með spilamennskuna og 'attituteið' hjá stelpunum í dag."

Arna Sif miðvörður spilaði síðustu mínúturnar í fremstu víglínu og var ógnandi, skilaði síðan jöfnunarmarkinu í lokin. Andri var ánægður með hana í kvöld.

„Oftar en ekki ber þetta árangur að setja hana uppá topp. Hún er stór og sterk stelpa, kann leikinn og það skapast alltaf hætta í kringum hana. Sem betur fer erum við líka með leikmenn í kringum hana sem geta svo hlaupið í kringum hana."

„Að sjálfsögðu er hún líka hættuleg í föstum leikatriðum og þetta var í eitt af þeim skiptum sem þetta virkaði og ég er mjög ánægður með hana þarna og ánægður fyrir hennar hönd að hafa skorað."
Athugasemdir
banner
banner
banner