Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   mið 28. júlí 2021 21:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andri Hjörvar: Þær misstu aldrei trúna
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA og Breiðablik skildu jöfn 2-2 á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld. Arna Sif jafnaði metin fyrir Þór/KA á loka sekúndum leiksins. Andri Hjörvar Albertsson þjálfari Þór/KA var gríðarlega stoltur af sínu liði í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  2 Breiðablik

„Ég er fyrst og fremst gríðarlega stoltur og ánægður með stelpurnar í þessum leik, þær vildu þetta stig svo sannarlega og fengu það svo í lokin með æðislegri vinnusemi og baráttu, þær misstu aldrei trúna. Ég er virkilega ánægður með gott stig í dag."

Andri var ánægður með spilamennsku liðsins, sérstaklega í síðari hálfleik.

„Við vissum að við þurftum kannski að fara betur í grunnatriði spilamennskunar og það virkaði vel í seinni hálfleik, við áttum mjög góðan seinni hálfleik og það er rétt hjá þér, að lenda undir gegn Breiðablik er erfitt og hvað þá tvisvar og koma til baka í bæði skiptin. Eins og ég segi er ég gríðarlega ánægður með spilamennskuna og 'attituteið' hjá stelpunum í dag."

Arna Sif miðvörður spilaði síðustu mínúturnar í fremstu víglínu og var ógnandi, skilaði síðan jöfnunarmarkinu í lokin. Andri var ánægður með hana í kvöld.

„Oftar en ekki ber þetta árangur að setja hana uppá topp. Hún er stór og sterk stelpa, kann leikinn og það skapast alltaf hætta í kringum hana. Sem betur fer erum við líka með leikmenn í kringum hana sem geta svo hlaupið í kringum hana."

„Að sjálfsögðu er hún líka hættuleg í föstum leikatriðum og þetta var í eitt af þeim skiptum sem þetta virkaði og ég er mjög ánægður með hana þarna og ánægður fyrir hennar hönd að hafa skorað."
Athugasemdir
banner
banner