Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
   mið 28. júlí 2021 21:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andri Hjörvar: Þær misstu aldrei trúna
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA og Breiðablik skildu jöfn 2-2 á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld. Arna Sif jafnaði metin fyrir Þór/KA á loka sekúndum leiksins. Andri Hjörvar Albertsson þjálfari Þór/KA var gríðarlega stoltur af sínu liði í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  2 Breiðablik

„Ég er fyrst og fremst gríðarlega stoltur og ánægður með stelpurnar í þessum leik, þær vildu þetta stig svo sannarlega og fengu það svo í lokin með æðislegri vinnusemi og baráttu, þær misstu aldrei trúna. Ég er virkilega ánægður með gott stig í dag."

Andri var ánægður með spilamennsku liðsins, sérstaklega í síðari hálfleik.

„Við vissum að við þurftum kannski að fara betur í grunnatriði spilamennskunar og það virkaði vel í seinni hálfleik, við áttum mjög góðan seinni hálfleik og það er rétt hjá þér, að lenda undir gegn Breiðablik er erfitt og hvað þá tvisvar og koma til baka í bæði skiptin. Eins og ég segi er ég gríðarlega ánægður með spilamennskuna og 'attituteið' hjá stelpunum í dag."

Arna Sif miðvörður spilaði síðustu mínúturnar í fremstu víglínu og var ógnandi, skilaði síðan jöfnunarmarkinu í lokin. Andri var ánægður með hana í kvöld.

„Oftar en ekki ber þetta árangur að setja hana uppá topp. Hún er stór og sterk stelpa, kann leikinn og það skapast alltaf hætta í kringum hana. Sem betur fer erum við líka með leikmenn í kringum hana sem geta svo hlaupið í kringum hana."

„Að sjálfsögðu er hún líka hættuleg í föstum leikatriðum og þetta var í eitt af þeim skiptum sem þetta virkaði og ég er mjög ánægður með hana þarna og ánægður fyrir hennar hönd að hafa skorað."
Athugasemdir
banner