Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 28. ágúst 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Derby County sleppur við refsingu - Búist við áfrýjun
Mynd: Getty Images
Derby County verður ekki refsað fyrir sölu á heimavellinum til Mel Morris, eiganda félagsins, á verði sem var tvöfalt yfir markaðsverði á þeim tíma.

Samkvæmt ákærunni keypti Morris völlinn til að dæla peningum í félagið og forðast þannig að brjóta fjármálaháttvísisreglur enska boltans. Pride Park var metinn á 41 milljón punda en fyrirtæki Morris keypti hann á 80 milljónir.

Þessi kaup björguðu Derby frá því að vera sektað eftir tímabilið 2017-18.

Málinu hefur verið vísað frá og fær Derby County því enga refsingu, hvorki sekt né mínusstig, fyrir næstu leiktíð.

Líklegt er þó að dómnum verði áfrýjað á næstu tveimur vikum en fyrsti leikur Derby á tímabilinu er 5. september, gegn Barrow í deildabikarnum.

Stjórn ensku neðri deildanna neitar að tjá sig um málið fyrr en hún hefur lesið úrskurðinn gaumgæfilega.

Þessi niðurstaða hefur vakið óhug meðal stjórnenda annarra félaga í Championship deildinni sem telja Derby vera að svindla á kerfinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner