Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   lau 28. ágúst 2021 23:35
Fótbolti.net
Lið 19. umferðar - Kyle McLagan í fimmta sinn
Lengjudeildin
Haraldur Einar Ásgrímsson, bakvörður Fram.
Haraldur Einar Ásgrímsson, bakvörður Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kyle McLagan, varnarmaður Fram.
Kyle McLagan, varnarmaður Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Gauti Ragnarsson skoraði þrennu.
Arnór Gauti Ragnarsson skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjamenn eru lausir úr einangrun og mæta aftur til leiks í Lengjudeildinni á þriðjudag. Þeir áttu að mæta Vestra í 19. umferðinni í dag en leiknum var frestað.

Úrvalslið umferðarinnar er því smíðað úr hinum fimm leikjunum sem allir voru leiknir í dag.

Kórdrengir unnu sinn annan leik í röð og sjá til þess að ÍBV þarf að vera á tánum á lokaspretti mótsins. Kórdrengir unnu dramatískan 2-1 útisigur á Grindavík þar sem Alex Freyr Hilmarsson skoraði sigurmarkið gegn sínu gamla félagi.

Kórdrengir spiluðu stærstan hluta seinni hálfleiks manni færri en þeir hafa verið duglegir við að þjappa sér saman eftir rauð spjöld í sumar. Alex er í úrvalsliðinu ásamt varnarmönnunum Loic Ondo og Endrit Ibishi.



Fram vann einnig sigur þrátt fyrir að vera manni færri. Haraldur Einar Ásgrímsson skoraði sigurmarkið og er í úrvalsliðinu ásamt Kyle McLagan sem er valinn í fimmta sinn. Hann hefur verið magnaður í vörn Fram í sumar. Jón Sveinsson er þjálfari umferðarinnar.

Selfyssingar unnu 3-0 útisigur gegn Víkingi Ólafsvík og hafa nú tryggt áframhaldandi veru í deildinni. Ingvi Rafn Óskarsson var allt í öllu á miðju Selfyssinga og Valdimar Jóhannsson sem átti mark og stoðsendingu er einnig í liði umferðarinnar.

Þróttarar eru svo gott sem fallnir en aðeins tölfræðilegur möguleiki heldur þeim á lífi. Þróttur tapaði 3-1 fyrir Aftureldingu þar sem Arnór Gauti Ragnarsson skoraði þrennu fyrir Mosfellinga. Valgeir Árni Svansson er einnig í úrvalsliðinu.

Sigurjón Daði Harðarson markvörður Fjölnis var valinn maður leiksins í markalausu jafntefli gegn Þór. Birgir Ómar Hlynsson var notaður sem sóknarmaður í leiknum og er fulltrúi Þórs í liði umferðarinnar.

Sjá einnig:
Úrvalslið 18. umferðar
Úrvalslið 16. umferðar
Úrvalslið 15. umferðar
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner